Andfúlum tröllum kennt um frestun á árshátíð stjórnarráðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2018 12:40 Starfsmaður ráðuneytisins ber kennsl á tröllin sem stálu árshátíðinni. Árshátíð stjórnarráðsins verður haldin þann 6. apríl 2019 eða hálfu ári eftir fyrirhugaðan árshátíðardag, þann 6. október næstkomandi. Sú dagsetning hugnaðist ekki ráðherrum í ríkisstjórninni og var því ákveðið að slá árshátíðinni á frest. Fréttablaðið greindi frá því í morgun og sagðist hafa heimildir fyrir óánægju meðal starfsfólks og ákvörðunin væri umdeild.Í framhaldinu virðist blaðið hafa komist á snoðir um athyglisvert myndband sem var í birtingu á YouTube. Árshátíð stjórnarráðsins er skipulögð af ólíkum ráðuneytum ár hvert. Í ár var komið að mennta- og menningarmálaráðuneytinu og átti að fagna þann 6. október. Þannig vill til að þan dag eru tíu ár liðin frá því að Geir H. Haarde bað Guð um að blessa Ísland. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra eru sagðar hafa ákveðið að fresta árshátíðinni. Í framhaldinu virðist hafa verið tekin sú ákvörðun að snúa frestuninni upp í grín. Framleiðsluteymið Beit, skipað þeim Herði Þórhallssyni og Þorsteini Roy Jóhannssyni, framleiddi myndbandið. Söguþráðurinn er í stuttu máli þannig að eftir langan og strangan undirbúning árshátíðarinnar er henni komið fyrir í kassa merktum 6. október. Kassanum er svo stolið af tröllum en starfsmaður ráðuneytisins bar kennsl á tröllin. Sagði hann þau hafa verið mjög andfúl líkt og þau hefðu borðað tíu kíló af grænmetisbuffum úr mötuneytinu. Á öðrum myndum voru ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir.Björn Malmquist, fréttamaður RÚV, er í aðalhlutverki í myndbandinu sem fréttamaður að flytja tíðindi af þjófnaðinum. Þá kemur Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri við sögu. Myndbandið, sem er um fjögurra mínútna langt, virðist hafa verið sett á YouTube þann 4. september en aðeins aðgengilegt þeim sem eru með slóðina á myndbandið. Það finnst ekki í leit á vefnum. Fréttastofa spurði Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur, upplýsingafulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins, út í myndbandið. Hún ætlaði að kanna málið og hafa samband við fréttastofu.Uppfært klukkan 13:19Myndbandið hefur verið fjarlægt af YouTube. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Árshátíð stjórnarráðsins verður haldin þann 6. apríl 2019 eða hálfu ári eftir fyrirhugaðan árshátíðardag, þann 6. október næstkomandi. Sú dagsetning hugnaðist ekki ráðherrum í ríkisstjórninni og var því ákveðið að slá árshátíðinni á frest. Fréttablaðið greindi frá því í morgun og sagðist hafa heimildir fyrir óánægju meðal starfsfólks og ákvörðunin væri umdeild.Í framhaldinu virðist blaðið hafa komist á snoðir um athyglisvert myndband sem var í birtingu á YouTube. Árshátíð stjórnarráðsins er skipulögð af ólíkum ráðuneytum ár hvert. Í ár var komið að mennta- og menningarmálaráðuneytinu og átti að fagna þann 6. október. Þannig vill til að þan dag eru tíu ár liðin frá því að Geir H. Haarde bað Guð um að blessa Ísland. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra eru sagðar hafa ákveðið að fresta árshátíðinni. Í framhaldinu virðist hafa verið tekin sú ákvörðun að snúa frestuninni upp í grín. Framleiðsluteymið Beit, skipað þeim Herði Þórhallssyni og Þorsteini Roy Jóhannssyni, framleiddi myndbandið. Söguþráðurinn er í stuttu máli þannig að eftir langan og strangan undirbúning árshátíðarinnar er henni komið fyrir í kassa merktum 6. október. Kassanum er svo stolið af tröllum en starfsmaður ráðuneytisins bar kennsl á tröllin. Sagði hann þau hafa verið mjög andfúl líkt og þau hefðu borðað tíu kíló af grænmetisbuffum úr mötuneytinu. Á öðrum myndum voru ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir.Björn Malmquist, fréttamaður RÚV, er í aðalhlutverki í myndbandinu sem fréttamaður að flytja tíðindi af þjófnaðinum. Þá kemur Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri við sögu. Myndbandið, sem er um fjögurra mínútna langt, virðist hafa verið sett á YouTube þann 4. september en aðeins aðgengilegt þeim sem eru með slóðina á myndbandið. Það finnst ekki í leit á vefnum. Fréttastofa spurði Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur, upplýsingafulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins, út í myndbandið. Hún ætlaði að kanna málið og hafa samband við fréttastofu.Uppfært klukkan 13:19Myndbandið hefur verið fjarlægt af YouTube.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira