Ekki hægt að kanna mögulega mengun í jarðvegi vegna frosts Lovísa Arnardóttir skrifar 8. janúar 2018 09:15 Enginn rekstur hefur verið í endurvinnslunni í heilt ár. vísir/Ernir „Það er áætlað að grafa þetta upp. Það er ekki vitað hvort þetta eru tómir pokar eða hvort það er eitthvað í þeim. Það er ekki hægt að sjá það nema grafa þetta upp,“ sagði Einar Halldórsson hjá Umhverfisstofnun, sem er skráður eftirlitsaðili Umhverfisstofnunar á GMR. Eftir fjölda frávika skráðra á meðan endurvinnslan starfaði var skipað aukið eftirlit með henni í janúar 2016. Í eftirlitsskýrslu frá GMR til Umhverfisstofnunar í nóvember síðastliðnum, sem var hluti af reglubundnu auknu eftirliti, benti skiptastjóri GMR, Marteinn Másson, á að síuryk virðist hafa verið urðað við hlið fyrirtækisins fyrir nokkrum árum. Varanleg geymsla eða urðun á verksmiðjusvæðinu er óheimil og því óskaði Umhverfisstofnun eftir frekari upplýsingum um magn þess síuryks sem hefur verið urðað. Samkvæmt eftirlitsaðila sást að minnsta kosti einn sekkur undir mold við skoðun, eftir ábendingu skiptastjóra. „Á fyrstu rekstrarárum var síurykið sett í sekki sem var svo hægt að flytja á vörubílum burt. Til að byrja með var þetta geymt bak við húsið og þannig var það geymt í einhvern tíma. Síðan var ákveðið að setja þetta í gáma og samkvæmt tveimur fyrrverandi starfsmönnum er þetta eflaust ekki mikið magn. Þeir töldu að tómir sekkir hefðu verið urðaðir þarna. Annar þeirra sagði mér að það hefði komið gat á nokkra sekki þegar verið var að hreinsa þetta upp. Þá hafi rykinu verið mokað upp með öðrum hætti, en sekkirnir síðan urðaðir þarna. Miðað við þær upplýsingar sem ég hef í dag virðist þetta ekki vera mikið magn, en það kemur í ljós síðar,“ sagði Marteinn Másson lögfræðingur, sem er skiptastjóri GMR endurvinnslunnar.Gámar með úrgangi við GMR endurvinnslu á Grundartanga.vísir/ernirSíuryk myndast í ljósbogaofnum við bræðslu á brotajárni. Í skýrslu frá árinu 2015 til Umhverfisstofnunar kom fram að styrkur þungmálma í síuryki frá starfsemi GMR hafi verið mun meiri en vanalega mældist við slíka bræðslu. Var því ekki hægt að urða það hér á landi. Síurykið var því sent til Noregs til urðunar. Ekki eru upplýsingar í græna bókhaldinu frá GMR um hversu mikið síuryk var sent til Noregs til urðunar. En í starfsskýrslum þeirra var áætlað að 100 til 200 tonn af síuryki myndu verða til á ári miðað við fulla framleiðslu endurvinnslunnar. GMR endurvinnsla fékk starfsleyfi til endurvinnslu á járni í febrúar árið 2014. Á þeim þremur árum sem málmbræðslan var rekin skráði Umhverfisstofnun á þriðja tug frávika frá starfsleyfi fyrirtækisins. Afturkalla átti starfsleyfið vegna fjölda frávika í janúar á síðasta ári en fallið var frá því sökum þess að starfsemi hafði þá verið hætt. Enginn rekstur hefur verið í endurvinnslunni frá því í janúar árið 2017. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Það er áætlað að grafa þetta upp. Það er ekki vitað hvort þetta eru tómir pokar eða hvort það er eitthvað í þeim. Það er ekki hægt að sjá það nema grafa þetta upp,“ sagði Einar Halldórsson hjá Umhverfisstofnun, sem er skráður eftirlitsaðili Umhverfisstofnunar á GMR. Eftir fjölda frávika skráðra á meðan endurvinnslan starfaði var skipað aukið eftirlit með henni í janúar 2016. Í eftirlitsskýrslu frá GMR til Umhverfisstofnunar í nóvember síðastliðnum, sem var hluti af reglubundnu auknu eftirliti, benti skiptastjóri GMR, Marteinn Másson, á að síuryk virðist hafa verið urðað við hlið fyrirtækisins fyrir nokkrum árum. Varanleg geymsla eða urðun á verksmiðjusvæðinu er óheimil og því óskaði Umhverfisstofnun eftir frekari upplýsingum um magn þess síuryks sem hefur verið urðað. Samkvæmt eftirlitsaðila sást að minnsta kosti einn sekkur undir mold við skoðun, eftir ábendingu skiptastjóra. „Á fyrstu rekstrarárum var síurykið sett í sekki sem var svo hægt að flytja á vörubílum burt. Til að byrja með var þetta geymt bak við húsið og þannig var það geymt í einhvern tíma. Síðan var ákveðið að setja þetta í gáma og samkvæmt tveimur fyrrverandi starfsmönnum er þetta eflaust ekki mikið magn. Þeir töldu að tómir sekkir hefðu verið urðaðir þarna. Annar þeirra sagði mér að það hefði komið gat á nokkra sekki þegar verið var að hreinsa þetta upp. Þá hafi rykinu verið mokað upp með öðrum hætti, en sekkirnir síðan urðaðir þarna. Miðað við þær upplýsingar sem ég hef í dag virðist þetta ekki vera mikið magn, en það kemur í ljós síðar,“ sagði Marteinn Másson lögfræðingur, sem er skiptastjóri GMR endurvinnslunnar.Gámar með úrgangi við GMR endurvinnslu á Grundartanga.vísir/ernirSíuryk myndast í ljósbogaofnum við bræðslu á brotajárni. Í skýrslu frá árinu 2015 til Umhverfisstofnunar kom fram að styrkur þungmálma í síuryki frá starfsemi GMR hafi verið mun meiri en vanalega mældist við slíka bræðslu. Var því ekki hægt að urða það hér á landi. Síurykið var því sent til Noregs til urðunar. Ekki eru upplýsingar í græna bókhaldinu frá GMR um hversu mikið síuryk var sent til Noregs til urðunar. En í starfsskýrslum þeirra var áætlað að 100 til 200 tonn af síuryki myndu verða til á ári miðað við fulla framleiðslu endurvinnslunnar. GMR endurvinnsla fékk starfsleyfi til endurvinnslu á járni í febrúar árið 2014. Á þeim þremur árum sem málmbræðslan var rekin skráði Umhverfisstofnun á þriðja tug frávika frá starfsleyfi fyrirtækisins. Afturkalla átti starfsleyfið vegna fjölda frávika í janúar á síðasta ári en fallið var frá því sökum þess að starfsemi hafði þá verið hætt. Enginn rekstur hefur verið í endurvinnslunni frá því í janúar árið 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira