Umdeilt brugghús setur súr hvalseistu í bjórinn Haraldur Guðmundsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Brugghúsið er starfrækt á bænum Steðja í Borgarfirði. „Við ákváðum að búa til bjór með súrhval en á okkar forsendum,“ segir Dagbjartur Arilíusson, eigandi Brugghúss Steðja í Borgarfirði, um nýjan þorrabjór fyrirtækisins sem inniheldur hvalseistu sýrð upp úr gerjaða drykknum Kombucha. Þorrabjórar Steðja hafa vakið heimsathygli síðan í janúar 2014 þegar brugghúsið kynnti bjór sem innihélt hvalmjöl. Ári síðar fór í sölu bjór með taðreyktum eistum langreyða sem Dagbjartur segir stoltur að sé umdeildasti bjór heims. Umfjöllun Fréttablaðsins um bjórinn rataði í fréttir erlendra fjölmiðla á borð við BBC og The Guardian og vakti framleiðslan reiði erlendra dýraverndunarsinna.Dagbjartur Arilíusson, eigandi Steðja.Eistun koma að sögn Dagbjarts frá Hval hf. í Hafnarfirði eða sama fyrirtæki og sá Steðja fyrir hvalmjölinu og kynkirtlinum sem brugghúsið hefur taðreykt síðustu ár. Í umfjöllun um Kombucha í blaðinu í ágúst í fyrra kom fram að drykkurinn er gerður úr grænu tei, hrásykri og lifandi gerlum. „Þetta er mjög heilnæmt fyrir meltingarveginn og bætir þarmaflóruna. Við ákváðum að nota gerið til að búa til súrhval og svo er bjórinn bruggaður í belgískum Lambic-stíl en á okkar forsendum. Útkoman er súrbjór þar sem þetta gefur bjórnum eilitla sýru,“ segir Dagbjartur..„Við verkum eistun samkvæmt ákveðinni gæðahandbók og það er mjög langt ferli að sýra þetta á réttan hátt. Yfirleitt eru súrbjórar bruggaðir með súrgeri eða villtum bakteríum en við notum bara sýrðu eistun og ölger,“ segir Dagbjartur og bætir við að mikið af erlendu ferðafólki heimsæki brugghúsið eingöngu vegna hvalabjóranna. „Við opnuðum gestastofu hjá okkur í fyrravor og þetta er það sem þeir eru að leita eftir eða að finna eitthvað íslenskt og öðruvísi,“ segir Dagbjartur og nefnir sem dæmi að leikararnir Tori Spelling og Ian Ziering, sem gerðu garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210 á tíunda áratugnum, hafi heimsótt Steðja í september síðastliðnum. „Þau voru alveg vitlaus í þetta og fóru með þetta heim til sín í Hollywood og auglýstu þar. Ég er búinn að fá fullt af fyrirspurnum þaðan en þetta er auðvitað hvalafurð og vandmeðfarin vara,“ segir bruggarinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Við ákváðum að búa til bjór með súrhval en á okkar forsendum,“ segir Dagbjartur Arilíusson, eigandi Brugghúss Steðja í Borgarfirði, um nýjan þorrabjór fyrirtækisins sem inniheldur hvalseistu sýrð upp úr gerjaða drykknum Kombucha. Þorrabjórar Steðja hafa vakið heimsathygli síðan í janúar 2014 þegar brugghúsið kynnti bjór sem innihélt hvalmjöl. Ári síðar fór í sölu bjór með taðreyktum eistum langreyða sem Dagbjartur segir stoltur að sé umdeildasti bjór heims. Umfjöllun Fréttablaðsins um bjórinn rataði í fréttir erlendra fjölmiðla á borð við BBC og The Guardian og vakti framleiðslan reiði erlendra dýraverndunarsinna.Dagbjartur Arilíusson, eigandi Steðja.Eistun koma að sögn Dagbjarts frá Hval hf. í Hafnarfirði eða sama fyrirtæki og sá Steðja fyrir hvalmjölinu og kynkirtlinum sem brugghúsið hefur taðreykt síðustu ár. Í umfjöllun um Kombucha í blaðinu í ágúst í fyrra kom fram að drykkurinn er gerður úr grænu tei, hrásykri og lifandi gerlum. „Þetta er mjög heilnæmt fyrir meltingarveginn og bætir þarmaflóruna. Við ákváðum að nota gerið til að búa til súrhval og svo er bjórinn bruggaður í belgískum Lambic-stíl en á okkar forsendum. Útkoman er súrbjór þar sem þetta gefur bjórnum eilitla sýru,“ segir Dagbjartur..„Við verkum eistun samkvæmt ákveðinni gæðahandbók og það er mjög langt ferli að sýra þetta á réttan hátt. Yfirleitt eru súrbjórar bruggaðir með súrgeri eða villtum bakteríum en við notum bara sýrðu eistun og ölger,“ segir Dagbjartur og bætir við að mikið af erlendu ferðafólki heimsæki brugghúsið eingöngu vegna hvalabjóranna. „Við opnuðum gestastofu hjá okkur í fyrravor og þetta er það sem þeir eru að leita eftir eða að finna eitthvað íslenskt og öðruvísi,“ segir Dagbjartur og nefnir sem dæmi að leikararnir Tori Spelling og Ian Ziering, sem gerðu garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210 á tíunda áratugnum, hafi heimsótt Steðja í september síðastliðnum. „Þau voru alveg vitlaus í þetta og fóru með þetta heim til sín í Hollywood og auglýstu þar. Ég er búinn að fá fullt af fyrirspurnum þaðan en þetta er auðvitað hvalafurð og vandmeðfarin vara,“ segir bruggarinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda