Barnabækur veita skjól og byggja brýr Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. október 2018 20:00 Úti í Mýri er mjög fjölbreytt partí, segir Kristín Helga. Fréttablaðið/Eyþór Margt áhugavert er í boði fyrir bókelsk börn og aðra áhugasama um ungmennabækur á barnabókahátíðinni Úti í Mýri sem stendur yfir í Norræna húsinu. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur leggur sitt til málanna. „Ég er að dandalast úti á götu í litlu þorpi í Frakklandi,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur þegar hún svarar símanum á miðjum miðvikudegi. En … ætlarðu samt ekki að að taka þátt í hátíðinni Úti í Mýri í Norræna húsinu um helgina? „Jú, ég flýg heim í fyrramálið og lendi hlaupandi. Veistu, þetta símtal bjargar mér frá mistökum, ég var að kíkja hérna í búð, þetta var algerlega það sem ég þurfti. Hvað ertu að spekúlera?“ Mig langar að vita hvað þú ætlar að boða á barnabókmenntahátíðinni. „Já, Úti í Mýri er mjög fjölbreytt partí. Ég held að mín aðkoma að því snúist aðallega um þau stóru mál sem eru í deiglunni, hlýnun jarðar og flóttafólkið sem er að flýja styrjaldir,“ segir Kristín Helga. Hún kveðst taka þátt í þremur dagskrárliðum. Sá fyrsti verður rétt fyrir hádegi á föstudag og hverfist um náttúruna hér í norðrinu og vistrýni í barnabókmenntum. „Það verður pallborð þar sem Margrét Tryggvadóttir stýrir umræðum og Dagný Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Ásberg, Hjörleifur Hjartarson og ég munum ræða um hvort samfélagsmál, sem brenna á umhverfinu hverju sinni, eigi erindi í barnabókmenntir. Svarið við því er auðvitað já og ég held að við höldum áfram þaðan. Það er spennandi.“Mín aðkoma snýst aðallega um þau stóru mál sem eru í deiglunni, segir Kristín Helga.Fréttablaðið/EyþórAnnað giggið hennar Kristínar Helgu verður með rit-og myndhöfundinum Marit Törnqvist sem segir frá störfum sínum með flóttabörnum. „Við ræðum svolítið um pólitík í barnabókmenntum, hvað má og hvað má ekki. Hvernig barnabækur geta veitt skjól og byggt brýr milli ólíkra menningarheima. Á laugardaginn verðum við Áslaug Jónsdóttir rithöfundur og myndlistarmaður saman og tölum um bækurnar okkar sem tilnefndar eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Skrímsli í vanda og Vertu ósýnilegur – flóttasaga Ishmaels. Sú síðarnefnda er kannski sú bók mín sem er hvað næst mér en samt lengst frá mér. Hún á svo mikið erindi við samtímann og ég vil að hún sé lesin í menntaskólum og grunnskólum landsins, málstaðarins vegna og til að skapa umræður.“ Þú verður sem sagt ekkert á léttu nótunum að þessu sinni. „Nei, það verður engin Fía Sól með mér í för. En hún spriklar í prentsmiðjunni núna og ég hlakka mjög til að hitta hana aftur. Það er glæný bók að gubbast út úr vélunum í Þýskalandi, hún heitir sko Fía Sól gefst aldrei upp, það er bara stelpustyrkur alla leið – og stráka. Hún er reyndar að glíma við stóru málin líka en á sinni línu og á sinn hátt.“ Jæja, nú ætla ég ekki að eyðileggja frekar fyrir þér Frakklandsferðina. „Blessuð góða, ég er að ráfa hér um í rigningu að leita að bar. Þetta er nauðaómerkilegt ferðalag.“ Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Margt áhugavert er í boði fyrir bókelsk börn og aðra áhugasama um ungmennabækur á barnabókahátíðinni Úti í Mýri sem stendur yfir í Norræna húsinu. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur leggur sitt til málanna. „Ég er að dandalast úti á götu í litlu þorpi í Frakklandi,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur þegar hún svarar símanum á miðjum miðvikudegi. En … ætlarðu samt ekki að að taka þátt í hátíðinni Úti í Mýri í Norræna húsinu um helgina? „Jú, ég flýg heim í fyrramálið og lendi hlaupandi. Veistu, þetta símtal bjargar mér frá mistökum, ég var að kíkja hérna í búð, þetta var algerlega það sem ég þurfti. Hvað ertu að spekúlera?“ Mig langar að vita hvað þú ætlar að boða á barnabókmenntahátíðinni. „Já, Úti í Mýri er mjög fjölbreytt partí. Ég held að mín aðkoma að því snúist aðallega um þau stóru mál sem eru í deiglunni, hlýnun jarðar og flóttafólkið sem er að flýja styrjaldir,“ segir Kristín Helga. Hún kveðst taka þátt í þremur dagskrárliðum. Sá fyrsti verður rétt fyrir hádegi á föstudag og hverfist um náttúruna hér í norðrinu og vistrýni í barnabókmenntum. „Það verður pallborð þar sem Margrét Tryggvadóttir stýrir umræðum og Dagný Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Ásberg, Hjörleifur Hjartarson og ég munum ræða um hvort samfélagsmál, sem brenna á umhverfinu hverju sinni, eigi erindi í barnabókmenntir. Svarið við því er auðvitað já og ég held að við höldum áfram þaðan. Það er spennandi.“Mín aðkoma snýst aðallega um þau stóru mál sem eru í deiglunni, segir Kristín Helga.Fréttablaðið/EyþórAnnað giggið hennar Kristínar Helgu verður með rit-og myndhöfundinum Marit Törnqvist sem segir frá störfum sínum með flóttabörnum. „Við ræðum svolítið um pólitík í barnabókmenntum, hvað má og hvað má ekki. Hvernig barnabækur geta veitt skjól og byggt brýr milli ólíkra menningarheima. Á laugardaginn verðum við Áslaug Jónsdóttir rithöfundur og myndlistarmaður saman og tölum um bækurnar okkar sem tilnefndar eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Skrímsli í vanda og Vertu ósýnilegur – flóttasaga Ishmaels. Sú síðarnefnda er kannski sú bók mín sem er hvað næst mér en samt lengst frá mér. Hún á svo mikið erindi við samtímann og ég vil að hún sé lesin í menntaskólum og grunnskólum landsins, málstaðarins vegna og til að skapa umræður.“ Þú verður sem sagt ekkert á léttu nótunum að þessu sinni. „Nei, það verður engin Fía Sól með mér í för. En hún spriklar í prentsmiðjunni núna og ég hlakka mjög til að hitta hana aftur. Það er glæný bók að gubbast út úr vélunum í Þýskalandi, hún heitir sko Fía Sól gefst aldrei upp, það er bara stelpustyrkur alla leið – og stráka. Hún er reyndar að glíma við stóru málin líka en á sinni línu og á sinn hátt.“ Jæja, nú ætla ég ekki að eyðileggja frekar fyrir þér Frakklandsferðina. „Blessuð góða, ég er að ráfa hér um í rigningu að leita að bar. Þetta er nauðaómerkilegt ferðalag.“
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira