Erlent

Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu

Kjartan Kjartansson skrifar
Á fimmta tug Fídjíbúa fórust í fellibylnum Winston í febrúar árið 2016.
Á fimmta tug Fídjíbúa fórust í fellibylnum Winston í febrúar árið 2016. Vísir/AFP
Forsætisráðherra Fídjíeyja í Kyrrahafi segir landsmenn há lífsbaráttu gegn nær stöðugum mannskæðum óveðrum af völdum loftslagsbreytinga. Fjórir fórust í miklum flóðum sem fylgdu fellibylnum Josie sem gekk yfir eyjarnar um páskahelgina.

Á meðal afleiðinga hnattrænar hlýnunar sem vísindamenn hafa varað við eru vaxandi öfgar í veðurfari. Frank Bainimarama, forsætisráðherra Fídjíeyja, segir að eyjarnar séu þegar komnar inn í ógnvekjandi tímabils veðuröfga sem taka þurfi á, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Aðeins tvö eru liðin frá því að 44 eyjaskeggjar fórust og þriðjungur þjóðarframleiðslu eyríkisins þurrkaðist út af völdum fellibyljar.

„Okkur er nú nánast stöðugt ógnað af þessum öfgafullu veðuratburðum,“ segir Bainimarama sem telur mikilvægt að koma skilaboðum til allrar heimsbyggðarinnar um að taka þurfi vandamál loftslagsbreytinga föstum tökum.

Eyríkjum eins og Fídjíeyjum stafar ekki eingöngu ógn af tíðara gjörningaveðri heldur ýkir hækkandi yfirborð sjávar afleiðinga þess. Hærri sjávarstaða gerir þannig hættuleg sjávarflóð líklegri og skaðlegri.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.