Fjölmörg ný íbúðarhús á Húsavík með tilkomu kísilversins á Bakka Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2018 20:01 Uppbyggingin í Norðurþingi samhliða framkvæmdunum við kísilver PCC á Bakka hafa gengið vel. Tuttugu og tvær íbúðir eru nú í smíðum eða tilbúnar á Húsavík og í sumum tilfellum eru íbúar að flytja inn. Sveitarstjóri segir að frekari uppbygging sé í vændum. Það styttist í að kísilofn PCC á Bakka verði gangsettur en búist er við að það verði um miðjan mánuðinn.Fleiri en hundrað starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa og eru flestir þeirra úr Norðurþingi. Tilkoma kísilversins á Bakka hefur haft gríðarlega góð áhrif á Húsavík. Fjölmargar íbúðir eru í byggingu og fyrstu íbúarnir fluttir inn. „Þessi verksmiðja hefur haft mjög mikil áhrif á svæðið og til að mynda að þá er dótturfyrirtæki þeirra að byggja hérna tuttugu og tvær íbúðir, sunnarlega í bænum og fyrstu íbúarnir eru fluttir inn fyrir nokkrum dögum og það skiptir miklu máli. Það hefur verið erfitt ástand á húsnæðismarkaðnum þannig að hér eru hjólin farin að snúast og fleiri verkefni misstór í pípunum,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Varnarbarátta í langan tíma Fleiri byggingar eru á teikniborðinu og segir sveitarstjórinn að, að minnsta kosti tvær þeirra verði reistar á þessu ári.Þá er einnig í kortunum að reisa fjölbýlishús á Húsavík og einnig hefur verið samþykkt ný hótelbygging á Húsavíkurhöfða, nærri þeim stað þar sem sjóböðin eru í uppbyggingu.„Það er norskt fyrirtæki sem er að hanna og kanna möguleikann á uppbyggingu hótels hérna sem er mjög spennandi verkefni,“ segir Kristján.Kristján segir að reynt sé að lokka fleiri lítil og millistór fyrirtæki til Húsavíkur. „Þú getur tekið hvaða sveitarfélag sem er, það eru allir að reyna að búa þannig um hnútana að það sé fjölbreytt atvinnulíf og auðvitað skiptir iðnaðaruppbyggingin á Bakka okkur mjög miklu máli. Stefnan hér er að reyna að loka lítil og millistór fyrirtæki inn á þessar iðnaðarlóðir og við treystum á það að það gerist,“ segir Kristján. Kristján segir að uppbyggingin hafi haft jákvæð áhrif á bókhald sveitarfélagsins. „Þetta hefur auðvitað létt undir með okkur. Það er búin að vera varnarbarátta hér í langan tíma og ég vil meina að varnarsigur hafi unnist hér á síðustu árum þannig að það er gleðilegt núna að það sé aðeins bjartara framundan,“ segir Kristján. Tengdar fréttir Styttist í að kísilofninn á Bakka verði ræstur Fara ekki af stað nema allt sé klárt, segir framkvæmdastjóri framleiðsunnar 26. febrúar 2018 19:00 Segja meginmarkmið að enginn slasist á Húsavík við gangsetningu Stjórnendur kísilvers PCC BakkiSilicon hf. boða íbúa Húsavíkur og nágrennis til fundar síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar gangsetningar ofna verksmiðjunnar á Bakka. 25. janúar 2018 13:13 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Uppbyggingin í Norðurþingi samhliða framkvæmdunum við kísilver PCC á Bakka hafa gengið vel. Tuttugu og tvær íbúðir eru nú í smíðum eða tilbúnar á Húsavík og í sumum tilfellum eru íbúar að flytja inn. Sveitarstjóri segir að frekari uppbygging sé í vændum. Það styttist í að kísilofn PCC á Bakka verði gangsettur en búist er við að það verði um miðjan mánuðinn.Fleiri en hundrað starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa og eru flestir þeirra úr Norðurþingi. Tilkoma kísilversins á Bakka hefur haft gríðarlega góð áhrif á Húsavík. Fjölmargar íbúðir eru í byggingu og fyrstu íbúarnir fluttir inn. „Þessi verksmiðja hefur haft mjög mikil áhrif á svæðið og til að mynda að þá er dótturfyrirtæki þeirra að byggja hérna tuttugu og tvær íbúðir, sunnarlega í bænum og fyrstu íbúarnir eru fluttir inn fyrir nokkrum dögum og það skiptir miklu máli. Það hefur verið erfitt ástand á húsnæðismarkaðnum þannig að hér eru hjólin farin að snúast og fleiri verkefni misstór í pípunum,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Varnarbarátta í langan tíma Fleiri byggingar eru á teikniborðinu og segir sveitarstjórinn að, að minnsta kosti tvær þeirra verði reistar á þessu ári.Þá er einnig í kortunum að reisa fjölbýlishús á Húsavík og einnig hefur verið samþykkt ný hótelbygging á Húsavíkurhöfða, nærri þeim stað þar sem sjóböðin eru í uppbyggingu.„Það er norskt fyrirtæki sem er að hanna og kanna möguleikann á uppbyggingu hótels hérna sem er mjög spennandi verkefni,“ segir Kristján.Kristján segir að reynt sé að lokka fleiri lítil og millistór fyrirtæki til Húsavíkur. „Þú getur tekið hvaða sveitarfélag sem er, það eru allir að reyna að búa þannig um hnútana að það sé fjölbreytt atvinnulíf og auðvitað skiptir iðnaðaruppbyggingin á Bakka okkur mjög miklu máli. Stefnan hér er að reyna að loka lítil og millistór fyrirtæki inn á þessar iðnaðarlóðir og við treystum á það að það gerist,“ segir Kristján. Kristján segir að uppbyggingin hafi haft jákvæð áhrif á bókhald sveitarfélagsins. „Þetta hefur auðvitað létt undir með okkur. Það er búin að vera varnarbarátta hér í langan tíma og ég vil meina að varnarsigur hafi unnist hér á síðustu árum þannig að það er gleðilegt núna að það sé aðeins bjartara framundan,“ segir Kristján.
Tengdar fréttir Styttist í að kísilofninn á Bakka verði ræstur Fara ekki af stað nema allt sé klárt, segir framkvæmdastjóri framleiðsunnar 26. febrúar 2018 19:00 Segja meginmarkmið að enginn slasist á Húsavík við gangsetningu Stjórnendur kísilvers PCC BakkiSilicon hf. boða íbúa Húsavíkur og nágrennis til fundar síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar gangsetningar ofna verksmiðjunnar á Bakka. 25. janúar 2018 13:13 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Styttist í að kísilofninn á Bakka verði ræstur Fara ekki af stað nema allt sé klárt, segir framkvæmdastjóri framleiðsunnar 26. febrúar 2018 19:00
Segja meginmarkmið að enginn slasist á Húsavík við gangsetningu Stjórnendur kísilvers PCC BakkiSilicon hf. boða íbúa Húsavíkur og nágrennis til fundar síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar gangsetningar ofna verksmiðjunnar á Bakka. 25. janúar 2018 13:13