Langþreytt á draugahúsi í eigu banka á Þórshöfn á Langanesi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. febrúar 2018 07:00 Húsið sem Landsbankinn og Byggðastofnun eignuðust hvor sinn hlut í er eigandinn varð gjaldþrota. Mynd/Elías Pétursson „Maður er orðinn langþreyttur á þessu ófremdarástandi sem verið hefur svo lengi,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri í Langanesbyggð, um stórt hús á Þórshöfn sem stendur autt og er heimamönnum þyrnir í augum. Elíasi var á síðasta fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar falið að ræða við eigendur Langanesvegar 2 um framtíðarnotkun hússins þar sem upphaflega var byggingavöruverslun Kaupfélags Langnesinga en hefur hýst ýmsa aðra starfsemi í gegn um tíðina, meðal annars fánaverksmiðju. Það er byggt 1980, er alls 543 fermetrar og hefur verið ónotað um árabil.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar.vísir/gvaFélagið Lónshöfn ehf., sem eignaðist húsið 2003, var selt til nýrra aðila sem árið 2013 fengu leyfi til að innrétta þar sex íbúðir auk þjónusturýmis. Framkvæmdir hófust undir verkstjórn Gunnólfs Lárussonar sem verið hafði sveitarstjóri er leyfi fékkst fyrir breytingunni. Lónshöfn fór hins vegar á höfuðið á árinu 2016 án þess að verkinu væri lokið. Þá yfirtóku Landsbankinn og Byggðastofnun, húsið og hafa síðan reynt árangurslaust að koma því í verð. Fram kemur í fundargerð að lagðar hafi verið dagsektir á eigendur hússins vegna ástandsins en að þeir hafi andmælt sektunum. Elías segir eigendurna ekki hafa greitt sektirnar til þessa en að þeir hafi reyndar lagað nokkuð til í kring um húsið. Fram undan sé að ræða við þá um framtíðina. „Við viljum einfaldlega að húsið sé ekki svona ljótt,“ segir Elías. „Húsið er algjörlega í miðbænum miðjum og það þýðir að við viljum helst fá einhverja starfsemi í það sem fylgir eitthvert líf. Þannig að húsið líti vel út og að í því sé starfsemi sem nýtist sveitarfélaginu eða samfélaginu. Það getur verið blanda af íbúðum og skrifstofuhúsnæði,“ segir Elías. „Það gæti verið að sveitarfélagið komi einhvern veginn þannig að málum að það sé hægt að koma þessu á hreyfingu en það verður þó aldrei gert þannig að skattfé verði notað til að leysa einhvern úr snörunni,“ undirstrikar sveitarstjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
„Maður er orðinn langþreyttur á þessu ófremdarástandi sem verið hefur svo lengi,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri í Langanesbyggð, um stórt hús á Þórshöfn sem stendur autt og er heimamönnum þyrnir í augum. Elíasi var á síðasta fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar falið að ræða við eigendur Langanesvegar 2 um framtíðarnotkun hússins þar sem upphaflega var byggingavöruverslun Kaupfélags Langnesinga en hefur hýst ýmsa aðra starfsemi í gegn um tíðina, meðal annars fánaverksmiðju. Það er byggt 1980, er alls 543 fermetrar og hefur verið ónotað um árabil.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar.vísir/gvaFélagið Lónshöfn ehf., sem eignaðist húsið 2003, var selt til nýrra aðila sem árið 2013 fengu leyfi til að innrétta þar sex íbúðir auk þjónusturýmis. Framkvæmdir hófust undir verkstjórn Gunnólfs Lárussonar sem verið hafði sveitarstjóri er leyfi fékkst fyrir breytingunni. Lónshöfn fór hins vegar á höfuðið á árinu 2016 án þess að verkinu væri lokið. Þá yfirtóku Landsbankinn og Byggðastofnun, húsið og hafa síðan reynt árangurslaust að koma því í verð. Fram kemur í fundargerð að lagðar hafi verið dagsektir á eigendur hússins vegna ástandsins en að þeir hafi andmælt sektunum. Elías segir eigendurna ekki hafa greitt sektirnar til þessa en að þeir hafi reyndar lagað nokkuð til í kring um húsið. Fram undan sé að ræða við þá um framtíðina. „Við viljum einfaldlega að húsið sé ekki svona ljótt,“ segir Elías. „Húsið er algjörlega í miðbænum miðjum og það þýðir að við viljum helst fá einhverja starfsemi í það sem fylgir eitthvert líf. Þannig að húsið líti vel út og að í því sé starfsemi sem nýtist sveitarfélaginu eða samfélaginu. Það getur verið blanda af íbúðum og skrifstofuhúsnæði,“ segir Elías. „Það gæti verið að sveitarfélagið komi einhvern veginn þannig að málum að það sé hægt að koma þessu á hreyfingu en það verður þó aldrei gert þannig að skattfé verði notað til að leysa einhvern úr snörunni,“ undirstrikar sveitarstjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira