Innlent

Þorgerður Katrín fái mótframboð

Sveinn Arnarsson skrifar
Þorsteinn Víglundsson er einn fjögurra þingmanna Viðreisnar.
Þorsteinn Víglundsson er einn fjögurra þingmanna Viðreisnar.
Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur hópur innan Viðreisnar þrýst á Þorstein að bjóða sig fram til formanns.

Viðreisn tapaði nokkru fylgi í kosningum í október síðastliðnum. Í miðri kosningabaráttu, þegar Viðreisn mældist utan þings, ákvað Benedikt Jóhannesson, þáverandi formaður, að segja af sér og var Þorgerður Katrín kosin formaður. Náði flokkurinn við það vopnum sínum og flokkurinn fékk fjóra þingmenn kjörna en þurrkaðist út í landsbyggðarkjördæmunum.
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.