Sjö ára gömul stúlka sem reynt hafði ásamt föður sínum að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið hneppt í varðhald, þegar tilraunin mistókst.
Í frétt Washington Post er því haldið fram að stúlkan hafi látið lífið af völdum ofþornunar og blóðeitrunar en talið er að hún hafi verið án matar og vatns í marga daga á ferðalaginu.
Hún var flutt ásamt föður sínum á barnaspítala í El Paso í Texas eftir að hún fékk flogaköst en lést þar nokkrum klukkustundum síðar.
Þúsund farandfólks hafa freistað þess að komast til Bandaríkjanna síðustu mánuði og eru flestir að flýja erfiðar aðstæður í löndum á borð við Guatemala, Honduras og El Salvador.
Sjö ára stúlka lést í haldi landamærayfirvalda

Tengdar fréttir

Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum
Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna.

Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó
Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna.

Hótar lokun verði múrinn ekki fjármagnaður
Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal.