Annar hver íþróttamaður missir tökin á lífinu að ferlinum loknum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 11:30 Það getur verið erfitt að fara úr því að keppa meðal þeirra bestu í blákaldan hversdagsleikann og Kelly Holmes þekkir það manna best Vísir/Getty Helmingur allra íþróttamanna sem lagt hafa skóna, hanskana eða hvaða búnað sem er á hilluna hafa áhyggjur af andlegu ástandi sínu samkvæmt nýrri könnun á Englandi. Íþróttamannasamtökin (e. Professional Players' Federation) þar í landi lögðu könnunina fyrir 800 fyrrum íþróttamenn. Einn af hverjum tveimur sagði að þeim fyndist þeir ekki hafa stjórn á lífi sínu tveimur árum eftir að hafa lokið ferli sínum. „Ég týndi því hver ég var og hver tilgangur minn var,“ sagði tvöfaldur Ólympíumeistari Kelly Holmes sem hefur barist við þunglyndi síðan hún hætti og talað um það opinberlega. Aðeins þrír af hverjum 10 sem tóku þátt í könnunninni réðu því sjálfir hvenær þeir hættu. „Afþví ég þurfti að hætta vegna meiðsla þá leið mér eins og ég hefði verið rændur réttindum mínum og þeim draumi sem ég var að reyna að upplifa,“ sagði fyrrum atvinnumaður í rugby Ollie Phillips. „Þessi tilfinning að skipta máli og vera elskaður er tekinn í burtu og allt í einu ert þú ekki nógu góður. Þá ferðu í að elta vímuna sem getur gefið þér meira sjálfsálit.“ Mark Hunter, sem keppti fyrir Bretland í róðri á Ólympíuleikum, lýsti því hvernig það að lenda í síðasta sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 hafði áhrif á hann. „Þetta var versti tímapunktur lífs míns. Ég var blankur og átti ekkert. Ég var oft að keyra eftir minna förnum vegum og hugsaði með mér að ef ég myndi lenda í slysi þá myndi það ekki skipta neinu máli, ég hafði farið og keppt á stærsta sviðinu og orðið síðastur.“ Hunter missti alla styrki sem hann hafði verið með frá ríkinu en þakkar þjálfurum íþróttafélagsins hans fyrir það að hafa komið honum í gegnum þennan tíma og aftur á meðal þeirra bestu. Hann vann síðar gull í Beijing 2008 og silfur í London 2012. Yfirmenn íþróttamála í Englandi segja mikið hafa verið gert á undanförnum árum til þess að hjálpa íþróttamönnum að aðlagast lífinu eftir íþróttaferilinn. Crista Cullen, fyrrum verðlaunahafi í hokkí, sagði íþróttamenn ekki hugsa nógu mikið um hvað þeir ætli að gera eftir að ferlinum líkur. Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Sjá meira
Helmingur allra íþróttamanna sem lagt hafa skóna, hanskana eða hvaða búnað sem er á hilluna hafa áhyggjur af andlegu ástandi sínu samkvæmt nýrri könnun á Englandi. Íþróttamannasamtökin (e. Professional Players' Federation) þar í landi lögðu könnunina fyrir 800 fyrrum íþróttamenn. Einn af hverjum tveimur sagði að þeim fyndist þeir ekki hafa stjórn á lífi sínu tveimur árum eftir að hafa lokið ferli sínum. „Ég týndi því hver ég var og hver tilgangur minn var,“ sagði tvöfaldur Ólympíumeistari Kelly Holmes sem hefur barist við þunglyndi síðan hún hætti og talað um það opinberlega. Aðeins þrír af hverjum 10 sem tóku þátt í könnunninni réðu því sjálfir hvenær þeir hættu. „Afþví ég þurfti að hætta vegna meiðsla þá leið mér eins og ég hefði verið rændur réttindum mínum og þeim draumi sem ég var að reyna að upplifa,“ sagði fyrrum atvinnumaður í rugby Ollie Phillips. „Þessi tilfinning að skipta máli og vera elskaður er tekinn í burtu og allt í einu ert þú ekki nógu góður. Þá ferðu í að elta vímuna sem getur gefið þér meira sjálfsálit.“ Mark Hunter, sem keppti fyrir Bretland í róðri á Ólympíuleikum, lýsti því hvernig það að lenda í síðasta sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 hafði áhrif á hann. „Þetta var versti tímapunktur lífs míns. Ég var blankur og átti ekkert. Ég var oft að keyra eftir minna förnum vegum og hugsaði með mér að ef ég myndi lenda í slysi þá myndi það ekki skipta neinu máli, ég hafði farið og keppt á stærsta sviðinu og orðið síðastur.“ Hunter missti alla styrki sem hann hafði verið með frá ríkinu en þakkar þjálfurum íþróttafélagsins hans fyrir það að hafa komið honum í gegnum þennan tíma og aftur á meðal þeirra bestu. Hann vann síðar gull í Beijing 2008 og silfur í London 2012. Yfirmenn íþróttamála í Englandi segja mikið hafa verið gert á undanförnum árum til þess að hjálpa íþróttamönnum að aðlagast lífinu eftir íþróttaferilinn. Crista Cullen, fyrrum verðlaunahafi í hokkí, sagði íþróttamenn ekki hugsa nógu mikið um hvað þeir ætli að gera eftir að ferlinum líkur.
Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Sjá meira