Einblíni bara á hvað ég ætla að gera inn í hringnum í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. desember 2018 11:00 Síðasti sigur Gunnars í UFC kom gegn hinum bandaríska Alan Jouban í mars árið 2017. NordicPhotos/getty Í nótt snýr Gunnar Nelson aftur í búrið eftir 510 daga fjarveru þar sem hann mætir hinum brasilíska Alex Oliveira. Bardaginn hefst um hálf fjögur í nótt að íslenskum tíma og fer fram í Scotiabank-höllinni í miðborg Toronto. Höllin hýsir einnig lið Toronto í NBA og NHL og búast má við tæplega tuttugu þúsund manns. Andstæðingur Gunnars í búrinu kallar sig Kúrekann og er í 13. sæti á styrkleikalista UFC fyrir bardagann, einu sæti fyrir ofan Gunnar. Oliveira hefur unnið sex af síðustu sjö bardögum sínum á síðustu tveimur árum og alls unnið nítján af 25 bardögum á ferlinum. Sá brasilíski er með öflug högg og hafa þrettán sigrar af nítján unnist á rothöggi. Alls hefur hann tapað fimm bardögum, þar af þremur á hengingu (e. submission) en einum bardaga lauk með jafntefli. Þrátt fyrir að sautján mánuðir séu liðnir frá síðasta bardaga virtist Gunnar hinn rólegasti þegar Fréttablaðið fékk að slá á þráðinn til hans í Toronto. „Mér líður ofboðslega vel, undirbúningurinn hefur gengið frábærlega og ég get ekki beðið eftir því að komast inn í hringinn. Ég finn það að ég er hundrað prósent tilbúinn í þetta. Ég reyni að horfa ekkert á hvað það er langt síðan ég barðist, ég einblíni frekar á það sem þarf að gera í hringnum,“ sagði Gunnar. Hann átti að berjast við Neil Magny í vor en þurfti að draga sig út vegna meiðsla. „Það var afar svekkjandi að þurfa að hætta við bardagann í Liverpool vegna meiðsla en það er partur af þessu og eitthvað sem ég þurfti að takast á við.“ Gunnar breytti undirbúningnum fyrir þennan bardaga og lagði meiri áherslu á styrktaræfingar. „Við lögðum meiri áherslu á styrktar- og úthaldsæfingar og ég fékk sérstakan þjálfara, Unnar Helgason, sem stýrði þeirri æfingaáætlun. Ég æfði bara á Íslandi í aðdraganda bardagans og undir hans handleiðslu tvisvar til þrisvar í viku og það hefur breytt heilmiklu,“ sagði Gunnar sem virkar í toppstandi og finnur mikinn mun í endurhæfingu. „Æfingaálagið jókst með þessum nýju æfingum og fituprósentan fór eflaust eitthvað aðeins niður en ég finn mestan mun í endurhæfingunni. Ég gat æft meira og betur og það skilar sér vonandi í kvöld gegn Alex.“ Hann segist hafa skoðað Alex vel í aðdraganda bardagans „Við höfum skoðað hann vel og erum með eitthvað í pokahorninu til að nota gegn honum. Ég hef fylgst með honum frá því að hann kom í UFC og þekki það vel hvernig hann vill berjast,“ sagði Gunnar um Alex sem barðist síðast í september. Aðspurður sagðist hann ekki telja að það væri þeim brasilíska í hag hve stutt er síðan hann barðist síðast. „Ég held ekki, nei. Ég hef áður tekið svona langan tíma á milli bardaga og það truflaði mig ekki.“ Þegar það var borið undir hann hversu stór bardagi þetta væri fyrir ferilinn sagðist Gunnar alltaf horfa á næsta bardaga sem þann stærsta. „Ég lít alltaf bara á það þannig að næsti bardagi sé sá stærsti, sérstaklega þegar það líður svona langur tími á milli, þá skiptir það heilmiklu máli. Sigur myndi opna ýmsar dyr og það er á áætlun, ég hugsa ekkert út í möguleikann að tapa.“ Í síðasta bardaga Gunnars komst Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio upp með að pota í augu Gunnars. Hann segist vera meðvitaðri um hættuna á því fyrir bardaga kvöldsins. „Þetta hefur vakið ákveðna meðvitund hjá manni um að taka eftir þessu og láta menn ekki komast upp með slík brögð.“ Birtist í Fréttablaðinu MMA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Sjá meira
Í nótt snýr Gunnar Nelson aftur í búrið eftir 510 daga fjarveru þar sem hann mætir hinum brasilíska Alex Oliveira. Bardaginn hefst um hálf fjögur í nótt að íslenskum tíma og fer fram í Scotiabank-höllinni í miðborg Toronto. Höllin hýsir einnig lið Toronto í NBA og NHL og búast má við tæplega tuttugu þúsund manns. Andstæðingur Gunnars í búrinu kallar sig Kúrekann og er í 13. sæti á styrkleikalista UFC fyrir bardagann, einu sæti fyrir ofan Gunnar. Oliveira hefur unnið sex af síðustu sjö bardögum sínum á síðustu tveimur árum og alls unnið nítján af 25 bardögum á ferlinum. Sá brasilíski er með öflug högg og hafa þrettán sigrar af nítján unnist á rothöggi. Alls hefur hann tapað fimm bardögum, þar af þremur á hengingu (e. submission) en einum bardaga lauk með jafntefli. Þrátt fyrir að sautján mánuðir séu liðnir frá síðasta bardaga virtist Gunnar hinn rólegasti þegar Fréttablaðið fékk að slá á þráðinn til hans í Toronto. „Mér líður ofboðslega vel, undirbúningurinn hefur gengið frábærlega og ég get ekki beðið eftir því að komast inn í hringinn. Ég finn það að ég er hundrað prósent tilbúinn í þetta. Ég reyni að horfa ekkert á hvað það er langt síðan ég barðist, ég einblíni frekar á það sem þarf að gera í hringnum,“ sagði Gunnar. Hann átti að berjast við Neil Magny í vor en þurfti að draga sig út vegna meiðsla. „Það var afar svekkjandi að þurfa að hætta við bardagann í Liverpool vegna meiðsla en það er partur af þessu og eitthvað sem ég þurfti að takast á við.“ Gunnar breytti undirbúningnum fyrir þennan bardaga og lagði meiri áherslu á styrktaræfingar. „Við lögðum meiri áherslu á styrktar- og úthaldsæfingar og ég fékk sérstakan þjálfara, Unnar Helgason, sem stýrði þeirri æfingaáætlun. Ég æfði bara á Íslandi í aðdraganda bardagans og undir hans handleiðslu tvisvar til þrisvar í viku og það hefur breytt heilmiklu,“ sagði Gunnar sem virkar í toppstandi og finnur mikinn mun í endurhæfingu. „Æfingaálagið jókst með þessum nýju æfingum og fituprósentan fór eflaust eitthvað aðeins niður en ég finn mestan mun í endurhæfingunni. Ég gat æft meira og betur og það skilar sér vonandi í kvöld gegn Alex.“ Hann segist hafa skoðað Alex vel í aðdraganda bardagans „Við höfum skoðað hann vel og erum með eitthvað í pokahorninu til að nota gegn honum. Ég hef fylgst með honum frá því að hann kom í UFC og þekki það vel hvernig hann vill berjast,“ sagði Gunnar um Alex sem barðist síðast í september. Aðspurður sagðist hann ekki telja að það væri þeim brasilíska í hag hve stutt er síðan hann barðist síðast. „Ég held ekki, nei. Ég hef áður tekið svona langan tíma á milli bardaga og það truflaði mig ekki.“ Þegar það var borið undir hann hversu stór bardagi þetta væri fyrir ferilinn sagðist Gunnar alltaf horfa á næsta bardaga sem þann stærsta. „Ég lít alltaf bara á það þannig að næsti bardagi sé sá stærsti, sérstaklega þegar það líður svona langur tími á milli, þá skiptir það heilmiklu máli. Sigur myndi opna ýmsar dyr og það er á áætlun, ég hugsa ekkert út í möguleikann að tapa.“ Í síðasta bardaga Gunnars komst Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio upp með að pota í augu Gunnars. Hann segist vera meðvitaðri um hættuna á því fyrir bardaga kvöldsins. „Þetta hefur vakið ákveðna meðvitund hjá manni um að taka eftir þessu og láta menn ekki komast upp með slík brögð.“
Birtist í Fréttablaðinu MMA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Sjá meira