Íslenski boltinn

Samstarf Þórs/KA heldur áfram til 2023

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sandra María Jessen hefur leikið 140 leiki í fyrir Þór/KA.
Sandra María Jessen hefur leikið 140 leiki í fyrir Þór/KA. Fréttablaðið/stefán

Tilkynnt var í gær að samstarf Þórs/KA í kvennaknattspyrnu myndi halda áfram næstu fimm árin eftir undirritun samning þess efnis.

Sameiginlegt lið Þórs og KA hefur unnið tvo Íslandsmeistaratitla, fyrst árið 2012 og síðar árið 2017. Þá hefur liðið þrisvar leikið í Meistaradeild Evrópu og komst í 32-liða úrslitin í ár.

KA vildi slíta samstarfinu árið 2017 en hætt var við það um vorið. Var þess í stað undirritaður nýr tveggja ára samstarfssamningur sem var í dag framlengdur til ársins 2023.

Kemur fram í tilkynningunni á heimasíðu Þórs að áhersla verði lögð á að samstarfið nái til meistaraflokks, annars flokks og varaliðs meistaraflokks.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.