Sport

Sveinbjörn færist nær Tókýó 2020

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sveinbjörn Iura.
Sveinbjörn Iura. Mynd/jsi.is
Sveinbjörn Iura átti góðu gengi að fagna á Grand Slam Osaka mótinu í júdó sem haldið var í Japan um helgina. Hann nældi sér þar í mikilvæg stig í baráttunni um sæti á Ólympíuleikunum í Tókíó 2020.

Sveinbjörn vann tvær glímur, gegn andstæðingum frá El Salvador og Jórdaníu en mætti svo sterkasta manni mótsins, heimamanninum Takeshi Sasaki, í þriðju glímunni og varð að játa sig sigraðann.

Sasaki endaði sem sigurvegari mótsins í sínum flokki en hann situr í 28. sæti heimslistans.

Ægir Valsson var einnig á meðal keppenda í mótinu en hann er að stíga sín fyrstu skref á mótum í hæsta styrkleikaflokki. Hann datt úr leik í fyrstu umferð fyrir hendi Egypta sem er í 61. sæti heimslistans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.