Sport

Sveinbjörn færist nær Tókýó 2020

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sveinbjörn Iura.
Sveinbjörn Iura. Mynd/jsi.is

Sveinbjörn Iura átti góðu gengi að fagna á Grand Slam Osaka mótinu í júdó sem haldið var í Japan um helgina. Hann nældi sér þar í mikilvæg stig í baráttunni um sæti á Ólympíuleikunum í Tókíó 2020.

Sveinbjörn vann tvær glímur, gegn andstæðingum frá El Salvador og Jórdaníu en mætti svo sterkasta manni mótsins, heimamanninum Takeshi Sasaki, í þriðju glímunni og varð að játa sig sigraðann.

Sasaki endaði sem sigurvegari mótsins í sínum flokki en hann situr í 28. sæti heimslistans.

Ægir Valsson var einnig á meðal keppenda í mótinu en hann er að stíga sín fyrstu skref á mótum í hæsta styrkleikaflokki. Hann datt úr leik í fyrstu umferð fyrir hendi Egypta sem er í 61. sæti heimslistans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.