Erlent

Heyrðu í meðspilara sínum nauðga stúlku

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Daniel Enrique Fabian var handtekinn á miðvikudag.
Daniel Enrique Fabian var handtekinn á miðvikudag. getty/samsett
Daniel Enrique Fabian, átján ára bandarískur karlmaður, var í vikunni ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku í Flórída. Fabian er sakaður um að hafa nauðgað stúlkunni á meðan hann var að spila tölvuleik en neyðaróp hennar náðust á upptöku.

Atvikið átti sér stað í júní síðastliðnum. Fabian er sagður hafa verið að spila tölvuleikinn Grand Theft Auto þegar stúlkan heimsótti hann. Þá hafi hann tekið sér pásu en slökkti ekki á hljóðnema sem hann notaði í tölvuleiknum.

Annar spilari tjáði lögreglu að hann hafi heyrt stúlkuna hrópa upp yfir sig í örvæntingu, og segja skýrt „nei“. Stúlkan heldur því fram að Fabian hafi nauðgað sér.

Þá er einnig haft eftir meðspilurum Fabian að hann hafi hreykt sér af því að ætla að stunda kynlíf með stúlku sem væri á leiðinni heim til hans áður en hann hætti leiknum í um fimmtán mínútur.

Fabian var handtekinn síðastliðinn miðvikudag og hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×