"Ég hef aldrei verið tilbúnari en núna“ 20. október 2018 15:30 Mynd/Snorri Björns Í kvöld berst Valgerður Guðsteinsdóttirgegn hinni norsku Ingrid Egner um Eystrasaltstitilinn (Baltic Boxing Union title). Bardagi þeirra er á stóru hnefaleikakvöldi sem ber heitið “This Is My House 2” og fer fram í Skiens Fritidspark í Osló. Gert er ráð fyrir rúmlega 3000 áhorfendum og verður viðburðurinn í beinni útsendingu á norska vefmiðlinum vg.no. Íslendingar geta horft á viðburðinn þar gegn vægri greiðslu (og smávægilegum dns kúnstum). Valgerður hefur æft vel fyrir bardagan og er ánægð með undirbúninginn: “Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vanalega. Annarsvegar þá fór ég til Svíþjóðar í 10 daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Hitt er hann Davíð Rúnar Bjarnason sem hefur annast alla þjálfun og skipulagningu æfingabúðanna minna í þetta skipti. Hann hefur komið mjög sterkur inn í teymið mitt og ég finn skýrt að hann er að hjálpa mér að stíga upp á næsta level. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna.”, segir hún. Vigtun og “face off” fóru fram fyrr í dag þannig að Valgerður var að hitta andstæðing sinn í fyrsta sinn áðan. “Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu. Ég hef meira að segja barist fleiri atvinnubardaga í Osló heldur en hún þannig að ég gef lítið fyrir að þetta sé hennar heimavöllur. Á meðan atvinnuhnefaleikar eru ekki löglegir á Íslandi þá er þetta minn heimavöllur.”, segir Valgerður og hlær. Hvað bardagann í kvöld varðar er hún full tilhlökkunar og segir að lokum. “Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburðum þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.” Box Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern Sjá meira
Í kvöld berst Valgerður Guðsteinsdóttirgegn hinni norsku Ingrid Egner um Eystrasaltstitilinn (Baltic Boxing Union title). Bardagi þeirra er á stóru hnefaleikakvöldi sem ber heitið “This Is My House 2” og fer fram í Skiens Fritidspark í Osló. Gert er ráð fyrir rúmlega 3000 áhorfendum og verður viðburðurinn í beinni útsendingu á norska vefmiðlinum vg.no. Íslendingar geta horft á viðburðinn þar gegn vægri greiðslu (og smávægilegum dns kúnstum). Valgerður hefur æft vel fyrir bardagan og er ánægð með undirbúninginn: “Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vanalega. Annarsvegar þá fór ég til Svíþjóðar í 10 daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Hitt er hann Davíð Rúnar Bjarnason sem hefur annast alla þjálfun og skipulagningu æfingabúðanna minna í þetta skipti. Hann hefur komið mjög sterkur inn í teymið mitt og ég finn skýrt að hann er að hjálpa mér að stíga upp á næsta level. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna.”, segir hún. Vigtun og “face off” fóru fram fyrr í dag þannig að Valgerður var að hitta andstæðing sinn í fyrsta sinn áðan. “Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu. Ég hef meira að segja barist fleiri atvinnubardaga í Osló heldur en hún þannig að ég gef lítið fyrir að þetta sé hennar heimavöllur. Á meðan atvinnuhnefaleikar eru ekki löglegir á Íslandi þá er þetta minn heimavöllur.”, segir Valgerður og hlær. Hvað bardagann í kvöld varðar er hún full tilhlökkunar og segir að lokum. “Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburðum þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.”
Box Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern Sjá meira