Í ræktinni með kolvetnisfíklinum og stressætunni: „Var búinn að ná hámarki í þyngd“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. október 2018 12:30 Sigmundur hefur tekið af sér þrjátíu kíló. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er búinn að missa þrjátíu kíló undanfarna mánuði og er hvergi nærri hættur. Sigmund þekkja líklega flestir sem fyrrum forsætisráðherra, formann Miðflokksins og sjónvarpsmann í fyrri tíð. Hersir Aron Ólafsson fór með Sigumundi Davíð í ræktina í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Færri þekkja hann hins vegar sem mikinn líkamsræktarfrömuð, en þar hefur hann látið til sín taka undanfarna mánuði. Átakið byrjaði þegar kílóin voru orðin 127 á vigtinni, fleiri en nokkru sinni fyrr. „Ég er búinn að missa þrjátíu kíló og þarf að missa kannski tíu í viðbót. Þegar maður fer að sjá þennan árangur og finna muninn þá langar mann til að hvetja aðra til þess að ná sama árangri. Þetta er löng saga hjá mér og ég er oft búinn að reyna fara í megrun og léttast. Stundum hef ég náð einhverjum árangri í einhvern tíma en aldrei náð eins miklum árangri og núna. Svo held ég að ég hafi verið búinn að ná hámarki í þyngd og maður ákvað bara að maður yrði að gera þetta.“Sama nálgun og í pólitíkinni Sigmundur segist hafa ákveðið að hætta að fresta hlutunum og veita sér ákveðnar undanþágur. „Þetta var í raun sama nálgun og í pólitíkinni. Maður ákvað að ætla sér að klára þetta verkefni og láta ekkert stöðva mann.“ Nokkrir Miðflokksmenn ákváðu að snúa við blaðinu að frumkvæði þingmannsins Bergþórs Ólasonar, enda hafi þingflokkur þeirra verið orðinn sá lang þyngsti.Sigmundur með dóttur sinni þegar hann var sem þyngstur.„Þá kom Beggi með þessa hugmynd, að við ættum að sammælast um það að sá sem næði ekki að missa fimmtán kíló fyrir tiltekna dagsetningu þyrfti að greiða í eigin nafni 100 þúsund krónur í kosningasjóð Samfylkingarinnar,“ segir Sigmundur og bætir við að þetta hafi verið ágætis hvatti. Sigmundur var orðinn 127,4 kíló þegar hann var sem þyngstur. „Ég komst loksins nýverið undir 100 kíló en sá að það dugar ekki alveg til og nú er stefnan sett á 90 kíló. Það væri freistandi að fara niður í 87,4 kíló til að hafa misst fjörutíu kíló,“ segir Sigmundur en hann hefur í gegnum tíðina verið mikill kolvetnafíkill. „Öll þessi sterkja. Brauð, pasta, hrísgrjón og kartöflur. Mér finnst þetta allt rosalega gott og gæti nánast lifað á því. Ég borðaði mjög mikið af því og var alltaf að borða. Er svona það sem kallast stressæta. Þegar það er mikið um að vera, þá borða ég meira.“ Sigmundur segist ekki vera á sérstökum matarkúr en: „Á margan hátt má segja að það sem hefur skilað mér þessum árangri sé framhald af íslenska kúrnum, íslenski kúrinn 2.0. Það snýst um að borða hollan íslenskan mat. Skyr, kjöt og ef maður vill svindla smá þá er það íslenskar kartöflur, maður eyðir ekki svindlinu í erlendar kartöflur.“ Hér að neðan má sjá innslagið frá því í gærkvöldi en þá var farið í ræktina með Sigmundi og farið yfir þau helstu atriði sem hann gerir í World Class Laugum. Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er búinn að missa þrjátíu kíló undanfarna mánuði og er hvergi nærri hættur. Sigmund þekkja líklega flestir sem fyrrum forsætisráðherra, formann Miðflokksins og sjónvarpsmann í fyrri tíð. Hersir Aron Ólafsson fór með Sigumundi Davíð í ræktina í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Færri þekkja hann hins vegar sem mikinn líkamsræktarfrömuð, en þar hefur hann látið til sín taka undanfarna mánuði. Átakið byrjaði þegar kílóin voru orðin 127 á vigtinni, fleiri en nokkru sinni fyrr. „Ég er búinn að missa þrjátíu kíló og þarf að missa kannski tíu í viðbót. Þegar maður fer að sjá þennan árangur og finna muninn þá langar mann til að hvetja aðra til þess að ná sama árangri. Þetta er löng saga hjá mér og ég er oft búinn að reyna fara í megrun og léttast. Stundum hef ég náð einhverjum árangri í einhvern tíma en aldrei náð eins miklum árangri og núna. Svo held ég að ég hafi verið búinn að ná hámarki í þyngd og maður ákvað bara að maður yrði að gera þetta.“Sama nálgun og í pólitíkinni Sigmundur segist hafa ákveðið að hætta að fresta hlutunum og veita sér ákveðnar undanþágur. „Þetta var í raun sama nálgun og í pólitíkinni. Maður ákvað að ætla sér að klára þetta verkefni og láta ekkert stöðva mann.“ Nokkrir Miðflokksmenn ákváðu að snúa við blaðinu að frumkvæði þingmannsins Bergþórs Ólasonar, enda hafi þingflokkur þeirra verið orðinn sá lang þyngsti.Sigmundur með dóttur sinni þegar hann var sem þyngstur.„Þá kom Beggi með þessa hugmynd, að við ættum að sammælast um það að sá sem næði ekki að missa fimmtán kíló fyrir tiltekna dagsetningu þyrfti að greiða í eigin nafni 100 þúsund krónur í kosningasjóð Samfylkingarinnar,“ segir Sigmundur og bætir við að þetta hafi verið ágætis hvatti. Sigmundur var orðinn 127,4 kíló þegar hann var sem þyngstur. „Ég komst loksins nýverið undir 100 kíló en sá að það dugar ekki alveg til og nú er stefnan sett á 90 kíló. Það væri freistandi að fara niður í 87,4 kíló til að hafa misst fjörutíu kíló,“ segir Sigmundur en hann hefur í gegnum tíðina verið mikill kolvetnafíkill. „Öll þessi sterkja. Brauð, pasta, hrísgrjón og kartöflur. Mér finnst þetta allt rosalega gott og gæti nánast lifað á því. Ég borðaði mjög mikið af því og var alltaf að borða. Er svona það sem kallast stressæta. Þegar það er mikið um að vera, þá borða ég meira.“ Sigmundur segist ekki vera á sérstökum matarkúr en: „Á margan hátt má segja að það sem hefur skilað mér þessum árangri sé framhald af íslenska kúrnum, íslenski kúrinn 2.0. Það snýst um að borða hollan íslenskan mat. Skyr, kjöt og ef maður vill svindla smá þá er það íslenskar kartöflur, maður eyðir ekki svindlinu í erlendar kartöflur.“ Hér að neðan má sjá innslagið frá því í gærkvöldi en þá var farið í ræktina með Sigmundi og farið yfir þau helstu atriði sem hann gerir í World Class Laugum.
Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira