Sport

Conor kveikti neistann hjá Dallas Cowboys | Myndbönd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor í Jerry World í gær.
Conor í Jerry World í gær. vísir/getty
Conor McGregor er ekki að sleikja sárin eftir tapið gegn Khabib Nurmagomedov. Hann er nefnilega á ferðalagi í Bandaríkjunum þar sem hann auglýsir viskíið sitt með bros á vör.

Írinn var í Dallas í gærkvöldi og fylgdist með leik Dallas Cowboys og Jacksonville Jaguars í NFL-deildinni. Conor hitti leikmenn fyrir leikinn og peppaði þá upp.

Það virðist hafa kveikt neistann hjá Kúrekunum enda spiluðu þeir sinn langbesta leik í vetur og pökkuðu Jaguars saman. Conor virðist ekki hafa snert boltann áður því mikið grín var gert að því hvernig hann kastaði boltanum. Íranum var nokk sama og hló bara.





Leikmenn Kúrekanna virtust elska að vera með Conor í stúkunni því þeir nýttu allir tækifærið til þess að sýna milljarðalabbið sitt sem Conor gerði frægt. Eigandi Dallas, Jerry Jones, þarf augljóslega að fá Conor til þess að mæta oftar.

Conor var eðlilega mjög hrifinn af þessum ótrúlega íþróttaleikvangi og sagði að hann yrði að berjast þarna fyrir UFC. Við skulum ekki útiloka að það gerist einn daginn.





 



 



 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×