Tíska og hönnun

Nú er tími fyrir rykfrakkann

Glamour skrifar
Rykfrakki í ljósum lit er fallegur við aðra jarðarliti.
Rykfrakki í ljósum lit er fallegur við aðra jarðarliti.

Gamli góði rykfrakkinn, sem margir eiga inni í skáp, er fullkominn í októbermánuði.

Þó að klassíski brúni rykfrakkinn sé alltaf fallegur, þá kemur hann einnig vel út í dökkgrænu og gráu. Þykk prjónapeysa er fullkomin undir á köldum dögum, í lit sem tónar vel við frakkann.

Hér eru hugmyndir frá Glamour um hvernig þú getur klæðst rykfrakkanum.

Ljósgrár rykfrakki fer vel með gallabuxum og svörtum stígvélum.
Það er um að gera að breyta til og dökkgrænn frakkinn er flottur við hvíta peysu og dragtarbuxur.
Sami liturinn frá toppi til táar er mjög vinsælt þessa stundina.
Rykfrakkinn passar nánast við allt, en sérstaklega þykka prjónapeysu.
Afslappað og flott dress.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.