Erlent

Maður sem áreitti og sló konu á götum Parísar dæmdur í fangelsi

Kjartan Kjartansson skrifar
Laguerre sést íklædd rauðum kjól á þessum skjáskotum. Á myndinni til vinstri er maðurinn byrjaður að áreita hana. Á hinni myndinni sést hann slá hana í andlitið.
Laguerre sést íklædd rauðum kjól á þessum skjáskotum. Á myndinni til vinstri er maðurinn byrjaður að áreita hana. Á hinni myndinni sést hann slá hana í andlitið. Skjáskot/Youtube
Franskur dómstóll hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa áreitt unga kona og slegið hana fyrir utan götukaffihús í París í sumar. Myndband af árásinni fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla.

Marie Laguerre, 22 ára gömul kona, birti myndband úr öryggismyndavél kaffihússins á Facebook-síðu sinni í júlí og kallaði jafnframt eftir að yfirvöld tækju harðar á kynferðislegri áreitni á götum Parísar með sektum.

Maðurinn, sem aðeins hefur verið nafngreindur sem Firas M., hlaut til viðbótar sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og þarf að greiða 2.000 evrna sekt. Hann þarf einnig að gangast undir áfengis- og fíkniefnameðferð, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.

Nokkrum dögum eftir að Laguerre birti myndbandið í sumar samþykktu franskir þingmenn lög sem kveða á um að hægt sé að sekta menn sem gera hróp að konum eða áreita kynferðislega um hundruð evrna á staðnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×