Hvítur lögreglumaður sakfelldur fyrir morð á svörtum táningi Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2018 19:22 Van Dyke (í forgrunni) sagðist hafa óttast um líf sitt þegar hann sinnti útkallinu vegna McDonald. Vísir/Getty Kviðdómur í Chicago í Bandaríkjunum sakfelldi í dag hvítan lögregluþjón fyrir morð á svörtum táningi árið 2014. Lögreglumaðurinn skaut drenginn sextán skotum eftir að sést hafði til hans með hníf í hendinni á götum úti. Myndbandsupptaka af atvikinu vakti mikla athygli og hneykslan á sínum tíma. Jason Van Dyke er fyrsti lögreglumaðurinn sem sakfelldur er fyrir manndráp í starfi í nærri því hálfa öld, að sögn New York Times. Hann var sakfelldur fyrir morð og alvarlega árás með skotvopni og gæti átt yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist. Verjendur Jasons Van Dyke báru því við að hann hefði verið lamaður af ótta um líf sitt þegar hann mætti á vettvang þar sem tilkynnt hafði verið um að Laquan McDonald gengi um reikull í spori vopnaður litlum hnífi í október árið 2014. Héldu þeir því fram að McDonald væri á lífi í dag ef hann hefði sleppt hnífnum. Saksóknarar sökuðu Van Dyke hins vegar um að hafa ýkt hættuna sem stafaði af unglingnum og að gjörðir hans hafi ekki verið réttlætanlegar, að sögn Washington Post. Myndband úr lögreglubíl Van Dyke sem birt var í nóvember árið 2015 sýndu að McDonald var á leiðinni í áttina frá honum þegar lögreglumaðurinn stökk út úr bílnum og hóf skothríð. Van Dyke hélt áfram að skjóta jafnvel eftir að McDonald var fallinn í jörðina. Málið var eitt fjölda annarra tilfella þar sem lögreglumenn skutu svarta menn til bana sem olli mikilli ólgu í bandarísku samfélagi. Hún braust meðal annars út í hörðum mótmælum á sumum stöðum. Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut svartan táning sextán sinnum Lögreglumaður í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir morð, en myndband af atvikinu hefur verið birt vegna dómsmálsins. 25. nóvember 2015 09:53 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Kviðdómur í Chicago í Bandaríkjunum sakfelldi í dag hvítan lögregluþjón fyrir morð á svörtum táningi árið 2014. Lögreglumaðurinn skaut drenginn sextán skotum eftir að sést hafði til hans með hníf í hendinni á götum úti. Myndbandsupptaka af atvikinu vakti mikla athygli og hneykslan á sínum tíma. Jason Van Dyke er fyrsti lögreglumaðurinn sem sakfelldur er fyrir manndráp í starfi í nærri því hálfa öld, að sögn New York Times. Hann var sakfelldur fyrir morð og alvarlega árás með skotvopni og gæti átt yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist. Verjendur Jasons Van Dyke báru því við að hann hefði verið lamaður af ótta um líf sitt þegar hann mætti á vettvang þar sem tilkynnt hafði verið um að Laquan McDonald gengi um reikull í spori vopnaður litlum hnífi í október árið 2014. Héldu þeir því fram að McDonald væri á lífi í dag ef hann hefði sleppt hnífnum. Saksóknarar sökuðu Van Dyke hins vegar um að hafa ýkt hættuna sem stafaði af unglingnum og að gjörðir hans hafi ekki verið réttlætanlegar, að sögn Washington Post. Myndband úr lögreglubíl Van Dyke sem birt var í nóvember árið 2015 sýndu að McDonald var á leiðinni í áttina frá honum þegar lögreglumaðurinn stökk út úr bílnum og hóf skothríð. Van Dyke hélt áfram að skjóta jafnvel eftir að McDonald var fallinn í jörðina. Málið var eitt fjölda annarra tilfella þar sem lögreglumenn skutu svarta menn til bana sem olli mikilli ólgu í bandarísku samfélagi. Hún braust meðal annars út í hörðum mótmælum á sumum stöðum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut svartan táning sextán sinnum Lögreglumaður í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir morð, en myndband af atvikinu hefur verið birt vegna dómsmálsins. 25. nóvember 2015 09:53 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Skaut svartan táning sextán sinnum Lögreglumaður í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir morð, en myndband af atvikinu hefur verið birt vegna dómsmálsins. 25. nóvember 2015 09:53