Erlent

Átta lögreglumenn særðust í átökum á tónleikum nýnasista

Atli Ísleifsson skrifar
Engin lögreglumannanna slasaðist alvarlega. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Engin lögreglumannanna slasaðist alvarlega. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Átta lögreglumenn særðust þegar hópur nýnasista kastaði steinum og flöskum í átt að lögreglu á tónleikum í þýska bænum Apolda í gærkvöldi.

BBC  greinir frá því að um sjö hundruð manns hafi sótt tónleikana, „Rokki gegn flóði útlendinga“, og var þeim frestað eftir um klukkustund eftir að átökin brutust út.

Svipaður fjöldi hafði komið saman fyrr um daginn til að mótmæla fyrirhuguðum tónleikum nýnasistanna.

Öll leyfi voru til staðar þegar tónleikarnir hófust en til átaka kom um leið og gestir byrjuðu að mæta. Lögregla beitti piparúða gegn einum tónleikargestanna sem gerði tilraun til að stökkva yfir tálma lögreglu.

Lögregla segir að enginn lögreglumannanna hafi særst alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×