„Hugsaði þegar hún var að lemja mig að einhver myndi koma og taka mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2018 11:30 Karítas Ósk var í viðtali við Sindra Sindrason í síðasta þætti af Fósturbörnum. „Ég er ekki í bandi við þau. Ég er ótrúlega heppin, ég á stjúppabba, ég á fósturforeldra, ég á ótrúlega mikið af vinum og yndislegu fólki,“ segir Karítas Ósk Þorsteinsdóttir. Saga Karítasar var sögð í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Karítas var tekin í fóstur þegar hún var komin vel yfir unglingsaldur og telur að það hafi verið allt of seint. Hún er ekki í neinu sambandi við foreldra sína. „Ég í raun og veru þarf ekki að vera í bandi við þau en innst inni þá býr alltaf hugmyndin um það að eiga mömmu og pabba. Sem barn var ég alltaf að vona að einn daginn myndu foreldrar mínir hætta að vera svona við mig, taka utan um mig og segja að þetta verði allt í lagi. Í raun og veru fer ég í fóstur rosalega seint og ég hugsaði þegar hún var að lemja mig að einhver myndi koma og taka mig úr þessum aðstæðum. Svo skildi ég ekki af hverju hún gerði þetta við mig, en ekki hina.“ Karítas efast um að samband sitt við foreldrana muni nokkurn tímann batna.Þetta verður ekki alltaf svona „Þetta hefur alltaf verið svona. Blóðpabbi minn er útlenskur og ég held að það verði aldrei nein samskipti þannig. Það mynduðust aldrei nein tengsl, en vonandi einn daginn.“ Hún hefur ákveðin skilaboð til barna sem eru í sömu stöðu og hún var í. „Þetta verður ekki alltaf svona. Þegar maður er svona ungur þá upplifir maður eins og heimurinn sé bara búinn og þetta verði alltaf svona.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.Sindri Sindrason heldur áfram að kynna sér fósturkerfið á Íslandi í þáttunum Fósturbörn. Hann heyrir sögur foreldra sem hafa misst börn sín frá sér og eru allt annað en sáttir við starfsfólk barnaverndarnefnda og fólkinu sem tekur við börnunum og hræðist ekkert meira en að þau fari til baka. Hann kynnist líka fólki sem vill ekkert með kynforeldra sína hafa, syrgir jafnvel ekki dauða þeirra og heyri lýsingu fólks á því hvaða áhrif það hafði á þau að vera tekin af foreldrum sínum á unga aldri. Fósturbörn Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Fleiri fréttir „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
„Ég er ekki í bandi við þau. Ég er ótrúlega heppin, ég á stjúppabba, ég á fósturforeldra, ég á ótrúlega mikið af vinum og yndislegu fólki,“ segir Karítas Ósk Þorsteinsdóttir. Saga Karítasar var sögð í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Karítas var tekin í fóstur þegar hún var komin vel yfir unglingsaldur og telur að það hafi verið allt of seint. Hún er ekki í neinu sambandi við foreldra sína. „Ég í raun og veru þarf ekki að vera í bandi við þau en innst inni þá býr alltaf hugmyndin um það að eiga mömmu og pabba. Sem barn var ég alltaf að vona að einn daginn myndu foreldrar mínir hætta að vera svona við mig, taka utan um mig og segja að þetta verði allt í lagi. Í raun og veru fer ég í fóstur rosalega seint og ég hugsaði þegar hún var að lemja mig að einhver myndi koma og taka mig úr þessum aðstæðum. Svo skildi ég ekki af hverju hún gerði þetta við mig, en ekki hina.“ Karítas efast um að samband sitt við foreldrana muni nokkurn tímann batna.Þetta verður ekki alltaf svona „Þetta hefur alltaf verið svona. Blóðpabbi minn er útlenskur og ég held að það verði aldrei nein samskipti þannig. Það mynduðust aldrei nein tengsl, en vonandi einn daginn.“ Hún hefur ákveðin skilaboð til barna sem eru í sömu stöðu og hún var í. „Þetta verður ekki alltaf svona. Þegar maður er svona ungur þá upplifir maður eins og heimurinn sé bara búinn og þetta verði alltaf svona.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.Sindri Sindrason heldur áfram að kynna sér fósturkerfið á Íslandi í þáttunum Fósturbörn. Hann heyrir sögur foreldra sem hafa misst börn sín frá sér og eru allt annað en sáttir við starfsfólk barnaverndarnefnda og fólkinu sem tekur við börnunum og hræðist ekkert meira en að þau fari til baka. Hann kynnist líka fólki sem vill ekkert með kynforeldra sína hafa, syrgir jafnvel ekki dauða þeirra og heyri lýsingu fólks á því hvaða áhrif það hafði á þau að vera tekin af foreldrum sínum á unga aldri.
Fósturbörn Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Fleiri fréttir „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“