Sport

Sigurður og Hanna Rún fengu brons

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sigurður Már og Hanna Rún
Sigurður Már og Hanna Rún mynd/dsí

Siguruður Már Atlason og Hanna Rún Bazev Óladóttir unnu brons á UK Open 10 Dance.

Sigurður Már og Hanna Rún voru á meðal þeirra sem dönsuðu á skjám landsmanna síðasta vetur í þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2. Þau urðu í þriðja sæti af 18 pörum á UK Open mótinu.

Félagi þeirra úr Allir geta dansað, Javi Valino, keppti ásamt Ásdísi Ósk Finnsdóttur á heimsmeistaramóti WDSF í latin dönsum í Tékklandi. Þau lentu í 78. - 88. sæti. Á sama móti kepptu einnig Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi, þau urðu í 51.-53. sæti.

Ungir íslenskir dansarar gerðu einnig vel í Imperial keppninni á Englandi. Sverrir Þór Ragnarsson og Ágústa Rut Andradóttir fengu silfurverðlaun í latin dönsum í flokki 12 ára og yngri. Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir lentu í 6. sæti í ballroom dönsum U21 og þrjú önnur íslensk pör komust í undanúrslit í sínum flokkum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.