Sport

Till fékk knús frá móður Woodley eftir bardagann | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Till gengur hér niðurlútur úr búrinu. Skömmu síðar var hann kominn í hlýjan faðm móður Woodley.
Till gengur hér niðurlútur úr búrinu. Skömmu síðar var hann kominn í hlýjan faðm móður Woodley. vísir/getty

Englendingurinn tapaði sínum fyrsta bardaga á ferlinum er veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley pakkaði honum saman um nýliðna helgi. Till fékk ást úr óvæntri átt eftir bardagann.

Er Till var á leið til búningsherbergja mætti hann móður Woodley. Sú tók utan um hann, hughreysti og talaði fallega við hann. Yndisleg stund eins og sjá má hér að neðan.Þó svo Till væri eðlilega hundfúll þá bar hann sig vel og kunni greinilega vel að meta kurteisina í móður Woodley.

Nú er spurning hvað verður um Till en margir búast við því að hann fari upp um þyngdarflokk hjá UFC enda allt of þungur fyrir veltivigtina.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.