Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Birgir Olgeirsson skrifar 11. september 2018 10:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði stöðu ríkissjóðs vera traustari en verið hefur undanfarin ár og því megi þakka auknum tekjum samhliða miklu hagvaxtarskeiði, aðhalds í ríkisrekstri og verulegrar niðurgreiðslu skulda með ráðstöfun stöðugleikaframlaga og annarra óreglulegra tekna. Þegar Bjarni kynnti fjárlög ríkisins fyrir árið 2019 í morgun nefndi hann búið hefði verið í haginn með því að vera ekki með útgjöld hærri en landsframleiðslu og þetta hafi gert ríkissjóði kleift að ráðast í mikla innviðauppbyggingu og auka framlög í ýmsa málaflokka og eru í ár aðgerðir boðaðar til lækkunar á sköttum fyrir atvinnulíf og bótakerfi einstaklinga. Bjarni sagði að ekki sé hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum enda geri spár ráð fyrir að hagvöxtur muni réna og þar með vöxtur tekjustofna. Í auknum mæli þurfi að mynda svigrúm til nýrra útgjalda eða frekari ráðstafana á tekjuhlið á komandi árum í hefðbundnum rekstri ríkissjóðs og að endurmeta þurfi reglulega útgjöld. Sagði Bjarni að kanna yrði hvort að þau útgjöld sem ráðist hefur verið í séu að skila þeim árangri sem ætlast var til. „Þetta breytir þó því ekki, eins og við ræddum fyrir síðustu kosningar áfram svigrúm, ef menn grípa til tiltekinna ráðstafana, eins og til dæmis með sölu eigna ríkisins,“ sagði Bjarni. Nefndi hann í því samhengi að ekkert land í Evrópu sé með jafn mikið fé bundið í fjármálafyrirtækjum eins og íslenska ríkið. Sagði Bjarni að ef menn kysu að losa um þann eignarhlut, líkt og rætt er um í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þegar réttar aðstæður skapast, þá sé verið að tala um verulega háar fjárhæðir í öllu samhengi ríkisfjármála. Sagði Bjarni að gert sé ráð fyrir því í langtímaáætlunum að hægt verði að ráðstafa hluta slíks söluandvirðis til uppgreiðslu skulda og þannig lækka vaxtabyrði. Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23 Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 8:30. 11. september 2018 07:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði stöðu ríkissjóðs vera traustari en verið hefur undanfarin ár og því megi þakka auknum tekjum samhliða miklu hagvaxtarskeiði, aðhalds í ríkisrekstri og verulegrar niðurgreiðslu skulda með ráðstöfun stöðugleikaframlaga og annarra óreglulegra tekna. Þegar Bjarni kynnti fjárlög ríkisins fyrir árið 2019 í morgun nefndi hann búið hefði verið í haginn með því að vera ekki með útgjöld hærri en landsframleiðslu og þetta hafi gert ríkissjóði kleift að ráðast í mikla innviðauppbyggingu og auka framlög í ýmsa málaflokka og eru í ár aðgerðir boðaðar til lækkunar á sköttum fyrir atvinnulíf og bótakerfi einstaklinga. Bjarni sagði að ekki sé hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum enda geri spár ráð fyrir að hagvöxtur muni réna og þar með vöxtur tekjustofna. Í auknum mæli þurfi að mynda svigrúm til nýrra útgjalda eða frekari ráðstafana á tekjuhlið á komandi árum í hefðbundnum rekstri ríkissjóðs og að endurmeta þurfi reglulega útgjöld. Sagði Bjarni að kanna yrði hvort að þau útgjöld sem ráðist hefur verið í séu að skila þeim árangri sem ætlast var til. „Þetta breytir þó því ekki, eins og við ræddum fyrir síðustu kosningar áfram svigrúm, ef menn grípa til tiltekinna ráðstafana, eins og til dæmis með sölu eigna ríkisins,“ sagði Bjarni. Nefndi hann í því samhengi að ekkert land í Evrópu sé með jafn mikið fé bundið í fjármálafyrirtækjum eins og íslenska ríkið. Sagði Bjarni að ef menn kysu að losa um þann eignarhlut, líkt og rætt er um í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þegar réttar aðstæður skapast, þá sé verið að tala um verulega háar fjárhæðir í öllu samhengi ríkisfjármála. Sagði Bjarni að gert sé ráð fyrir því í langtímaáætlunum að hægt verði að ráðstafa hluta slíks söluandvirðis til uppgreiðslu skulda og þannig lækka vaxtabyrði.
Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23 Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 8:30. 11. september 2018 07:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23
Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 8:30. 11. september 2018 07:30