Innlent

Fjárheimildir til kirkjunnar standa nánast í stað

Fjárheimildir til Þjóðkirkjunnar á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í morgun, hækka um tæpar 150 milljónir króna.
Fjárheimildir til Þjóðkirkjunnar á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í morgun, hækka um tæpar 150 milljónir króna. Vísir/Eyþór

Fjárheimildir til Þjóðkirkjunnar á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í morgun, hækka um tæpar 150 milljónir króna. Í heildina er 6,42 milljörðum ætlað í flokk sem heitir „trúmál“. Þar af fara 1.928,7 milljónir í Þjóðkirkjuna, 316,2 milljónir í Kirkjumálasjóð, 1.187,2 milljónir í kirkjugarða, 2.581,5 milljónir í sóknargjöld og 405,5 milljónir í jöfnunarsjóð sókna.

Heildarframlög til trúmála aukast um 145,7 milljónir króna. Þar af fær Þjóðkirkjan 41,7 milljónir. Sóknargjöld hækka um 36,8 milljónir, en ríkið deilir þeim á trúfélög eftir fjölda skráðra fylgjenda. Stór hluti þeirra mun því renna til kirkjunnar.

Mesta hækkunin er til kirkjugarða en hún er 56 milljónir króna.

Í fjárlagafrumvarpinu segir að málaflokkurinn trúmál heyri undir dómsmálaráðherra og byggi meðal annars á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar og lögum um sóknargjöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.