Innlent

Fjárheimildir til kirkjunnar standa nánast í stað

Fjárheimildir til Þjóðkirkjunnar á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í morgun, hækka um tæpar 150 milljónir króna.
Fjárheimildir til Þjóðkirkjunnar á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í morgun, hækka um tæpar 150 milljónir króna. Vísir/Eyþór
Fjárheimildir til Þjóðkirkjunnar á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í morgun, hækka um tæpar 150 milljónir króna. Í heildina er 6,42 milljörðum ætlað í flokk sem heitir „trúmál“. Þar af fara 1.928,7 milljónir í Þjóðkirkjuna, 316,2 milljónir í Kirkjumálasjóð, 1.187,2 milljónir í kirkjugarða, 2.581,5 milljónir í sóknargjöld og 405,5 milljónir í jöfnunarsjóð sókna.

Heildarframlög til trúmála aukast um 145,7 milljónir króna. Þar af fær Þjóðkirkjan 41,7 milljónir. Sóknargjöld hækka um 36,8 milljónir, en ríkið deilir þeim á trúfélög eftir fjölda skráðra fylgjenda. Stór hluti þeirra mun því renna til kirkjunnar.

Mesta hækkunin er til kirkjugarða en hún er 56 milljónir króna.

Í fjárlagafrumvarpinu segir að málaflokkurinn trúmál heyri undir dómsmálaráðherra og byggi meðal annars á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar og lögum um sóknargjöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.