Sport

Chiesa fer í mál við Conor McGregor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Michael Chiesa vill að Conor opni veskið.
Michael Chiesa vill að Conor opni veskið. vísir/getty

Þó svo Conor McGregor sé búin að útkljá sín mál gagnvart dómstólum í Bandaríkjunum vegna árásarinnar í Brooklyn þá er hann ekki laus allra mála. Einn af þeim sem meiddust í árásinni er nefnilega farinn í mál við Írann.

Það er Michael Chiesa en hann skarst í andliti eftir að Conor hafði brotið rúðuna í rútu bardagakappanna í Brooklyn. Chiesa meiddist svo mikið að hann gat ekki barist gegn Anthony Pettis tveimur dögum síðar. Ray Borg meiddist einnig í árásinni og gat ekki barist. Hann gæti einnig farið í mál.

Chiesa fer í mál við Conor, félaga hans sem tóku þátt, fyrirtæki Conors og Barclays Center vegna þessarar árásar. Hann vill fá bætur vegna árásar og vanrækslu meðal annars.

Þessu máli verður því ekki lokið nema Chiesa fái skaðabótagreiðslu sem hann sættir sig við.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.