Erlent

Nixon tapaði í forvali demókrata í New York

Kjartan Kjartansson skrifar
Nixon var kampakát þegar hún greiddi atkvæði í gær.
Nixon var kampakát þegar hún greiddi atkvæði í gær. Vísir/EPA

Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon tapaði í forvali demókrata fyrir ríkisstjórakosningar í New York í gær. Nixon, sem er þekktust fyrir leik sinn í þáttaröðinni „Beðmál í borginni“, hlaut 35% atkvæða gegn 65% Andrews Cuomo, sitjandi ríkisstjóra.

Cuomo hefur verið ríkisstjóri New York frá árinu 2011. Breska ríkisútvarpið BBC segir að staða hans hafi sterk af þeim sökum en hann hafi einnig varið mun meira fé í kosningabaráttu sína en Nixon.

Nixon var þó ekki af baki dottin eftir að úrslitin voru ljós. Sagði hún að kosningabaráttan hefði veitt henni innblástur og taldi að framboð sitt hefði breytt pólitíska landslaginu í ríkinu. Leikkonan stillti sér upp sem valkosti til vinstri við Cuomo.

Ríkisstjórakosningarnar fara fram 6. nóvember, samhliða kosningum til Bandaríkjaþings.
Tengdar fréttir

Sex and the City-leikkona fer í framboð

Bandaríska leikkonan, Cynthia Nixon, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Sex and the City tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram í forvali Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-fylkis í ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.