Íslenski boltinn

Sjáðu rauða spjaldið á Gulla og markið sem setti fimm fingur Vals á titilinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
S2 Sport

Breiðablik valtaði yfir Fylki í Árbænum og Stjarnan gerði jafntefli við KA þegar 20. umferð Pepsideildarinnar kláraðist í kvöld.

Stjarnan þurfti sigur gegn KA til þess að eiga almennilega möguleika á því að taka Íslandsmeistaratitilinn. Liðin skildu hins vegar jöfn 1-1 og munar því þremur stigum á Stjörnunni og Val þegar tvær umferðir eru eftir. Elfar Árni Aðalsteinsson kom KA yfir en Sölvi Snær Guðbjargarson jafnaði fyrir Stjörnuna. 

Í Árbænum tóku Fylkismenn á móti Blikum. Fylkir þurfti stig, og helst þrjú, í fallbaráttunni á meðan Blikar höfðu að litlu að keppa. Það voru þó Blikar sem áttu leikinn og unnu öruggan 3-0 sigur og tryggðu Evrópusætið á næsta tímabili.

Gunnleifur Gunnleifsson var rekinn út af undir lok leiksins með beint rautt spjald. 

Öll mörkin úr leikjunum tveimur og rauða spjaldið má sjá í klippunum hér að neðan.

Fylkir - Breiðablik 0-3

Stjarnan - KA 1-1Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.