Íslenski boltinn

Sjáðu rauða spjaldið á Gulla og markið sem setti fimm fingur Vals á titilinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
S2 Sport
Breiðablik valtaði yfir Fylki í Árbænum og Stjarnan gerði jafntefli við KA þegar 20. umferð Pepsideildarinnar kláraðist í kvöld.

Stjarnan þurfti sigur gegn KA til þess að eiga almennilega möguleika á því að taka Íslandsmeistaratitilinn. Liðin skildu hins vegar jöfn 1-1 og munar því þremur stigum á Stjörnunni og Val þegar tvær umferðir eru eftir. Elfar Árni Aðalsteinsson kom KA yfir en Sölvi Snær Guðbjargarson jafnaði fyrir Stjörnuna. 

Í Árbænum tóku Fylkismenn á móti Blikum. Fylkir þurfti stig, og helst þrjú, í fallbaráttunni á meðan Blikar höfðu að litlu að keppa. Það voru þó Blikar sem áttu leikinn og unnu öruggan 3-0 sigur og tryggðu Evrópusætið á næsta tímabili.

Gunnleifur Gunnleifsson var rekinn út af undir lok leiksins með beint rautt spjald. 

Öll mörkin úr leikjunum tveimur og rauða spjaldið má sjá í klippunum hér að neðan.

Fylkir - Breiðablik 0-3
Stjarnan - KA 1-1Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.