Erlent

Fjallganga í hægvarpi

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Útsýnið af toppi Galdhöpiggen í Noregi.
Útsýnið af toppi Galdhöpiggen í Noregi. Vísir/Getty

Norska ríkisútvarpið (NRK) heldur áfram að feta nýjar slóðir í hinu svokallaða hægvarpi.

Á fimmtudaginn kemur verður NRK með sjö klukkustunda beina útsendingu frá fjallgöngu á hæsta fjall Noregs, Galdhöpiggen, sem er 2.469 metra hátt.

„Margir hafa farið upp á fjallið, og enn fleiri vilja einhvern tíma gera það,“ segir Arne Nordrum, verkefnastjóri hjá NRK.

„Núna geta allir tekið þátt í göngu á fjallið, sama hvar viðkomandi er staddur í heiminum.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.