Erlent

Tony Blair segir öfgamenn á vinstri vængnum hafa tekið yfir Verkamannaflokkinn

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Tony Blair var forsætisráðherra Bretlands á árunum 1997-2007.
Tony Blair var forsætisráðherra Bretlands á árunum 1997-2007. Vísir/Getty

Tony Blair, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Bretlands til margra ára, segir að hófsemdarfólk innan flokksins verði að berjast gegn núverandi leiðtoga, Jeremy Corbyn.

Í viðtali við breska ríkisútvarpið í morgun sagði Blair að Verkamannaflokkurinn hafi gengið í gegnum miklar breytingar á tíð Corbyns. Öfgafyllri sósíalistar hafi náð undirtökunum á kostnað hinna hófsamari.

Sagði Blair að breska þjóðin ætti ekki að þurfa að sætta sig við að þurfa að velja á milli sósíalistans Corbyns og Boris Johnson í næstu kosningum en hann þykir vera nokkuð langt til hægri. Það vanti valkost nær miðjunni og einhver hljóti að fylla það tómarúm.

Þá sagðist Blair óttast að breytingin væri varanleg, að þetta væri búið spil og flokkurinn kominn á ranga braut til frambúðar. Hann vonaði hins vegar að svo væri ekki.

Corbyn svaraði þessum ummælum um hæl á þann veg að aldrei hafi verið fleiri skráðir í Verkamannaflokkinn en einmitt nú. Sjálfur segist Corbyn hafa verið í flokknum nánast alla ævi og sem sósíalisti sé hann staðráðinn í að beita sér fyrir auknum jöfnuði og mannréttindum. Til þess hafi Verkamannaflokkurinn jú verið stofnaður á sínum tíma.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.