Erlent

Boris Johnson og langþreytt eiginkona hans skilja eftir enn eitt framhjáhaldið

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Það verður verkefni óháðrar nefndar Íhaldsflokksins að meta hvort Boris Johnson hafi brotið gegn siðareglum flokksins.
Það verður verkefni óháðrar nefndar Íhaldsflokksins að meta hvort Boris Johnson hafi brotið gegn siðareglum flokksins. Vísir/getty
Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, er að skilja við eiginkonu sína Marinu Wheeler. Þau hafa verið hjón í 25 ár og eiga saman fjögur börn en Wheeler hefur þurft að þola margt á þessum aldarfjórðungi.

Johnson hefur ítrekað orðið uppvís að framhjáhaldi og hefur verið greint frá því í miklum smáatriðum í breskum fjölmiðlum. Hefur hann meðal annars eignast barn með einni hjákonu sinni.

Eitt sinn, þegar fjölmiðlar sátu fyrir Johnson fyrir utan heimili hans eftir enn eina fréttina um framhjáhald hans, kom hann að læstum dyrum þar sem Wheeler hafði látið skipta um skrá á útidyrahurðinni eftir að henni bárust fréttirnar.

Óstaðfestar fregnir herma að ástæðan fyrir skilnaðinum nú sé enn eitt framhjáhaldið.

Johnson hefur lengi verið orðaður við leiðtogasæti í Íhaldsflokksins og telja margir hann líklegt forsætisráðherraefni í framtíðinni. Theresa May, núverandi leiðtogi og forsætisráðherra, er sögð langþreytt á þeim mikla áhuga sem fjölmiðlar sýna Johnson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×