Um 60 manns voru á fundinum þegar fréttastofu bar að garði. En landsfundur flokksins stendur nú yfir og lýkur á morgun.
„Við erum að halda okkar fyrsta alvöru landsfund. Við göngum inn í málefnavinnu og stjórnmálaályktanir og allt það sem á að gera í svona glæsilegum stjórnmálaflokki eins og flokkur fólksins er,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Aðspurð hvort ný mál yrðu lögð fyrir þingið sagði formaður flokksins að áfram yrði áhersla lögð á afnám skerðinga og skattlagningu á fátækt fólk.
„Við í minnihluta, við fáum ekki að leggja fram mörg mál því miður. Við verðum að taka afstöðu til stórra mála. Við munum fylgja eftir þeim málum sem við vorum með á síðasta þingi. Sérstaklega allt sem lýtur að afnámi skerðinga á fátækt fólk, skattlagningu á fátækt. Allri þeirri þjóðarskömm sem felst í því að fólk skuli hér vera á launum sem eru allt niður í 220-240 þúsun krónum og ætlast til þess aðþað lifi áþví, sem allir vita að er ómögulegt,“ segir Inga Sæland.

„Ég vill að það verði unnin skýrsla að beiðni Alþingis um þetta. Hver staðan er. Hvort það borgi sig að vera þarna eða hvort það borgi sig að við göngum út úr þessu samstarfi sem kostar hundruði milljóna á hverju ári,“ segir Karl Gauti Hjaltason, þingmaður og varaformaður þingflokks Flokks fólksins.“