Enski boltinn

Cantona: Annað hvort ég eða Guardiola ættum að stýra Man Utd í stað Mourinho

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Cantona er lifandi goðsögn hjá Manchester United
Cantona er lifandi goðsögn hjá Manchester United Vísir/Getty

Eric Cantona, goðsögn hjá Manchester United segir að Jose Mourinho, stjóri félagsins sé ekki rétti maðurinn í starfið. Frekar ætti hann sjálfur að stýra liðinu eða Pep Guardiola, stjóri Manchester City.

Manchester United hefur ekki farið alltof vel af stað í ensku úrvalsdeildinni það sem af er vetri. Liðið er með sex stig eftir fjórar umferðir og hafa tapað gegn Tottenham og Brighton.

Byrjun Manchester United hefur sett Mourinho á vafasaman lista en hann er einn af þjálfurum í úrvalsdeildinni sem eru sagðir líklegastir til þess að verða reknir úr starfi.

„Mér líkar vel við Mourinho. Hann er mikill karakter, en ekki rétti maðurinn fyrir Manchester United. Þeir ættu frekar að vera með Guardiola sem stjóra,“ sagði Cantona.

„Hann ætti að vera hjá United, en hann er að gera frábæra hluti með annað félag, sem ég get ekki nefnt á nafn.“

„Manchester United er frábært félag og munu alltaf vera frábærir. Þeir munu vinna eitthvað En hvernig þeir spila? Ekki gott. Ég væri til í að þjálfa og ef þeir myndu hringja í mig þá myndi ég taka starfið. Ég myndi njóta þess. Þeir vita hvar ég er og þá myndu þeir spila skapandi fótbolta aftur.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.