Vottunarferlið svipi til bifreiðaskoðunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 15:00 Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn að hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. Úttektarmaður segir að fyrirtæki megi huga fyrr að vottunarferlinu og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda spyr hvort fyrirkomulagið sem notað er við bifreiðaskoðun kunni að vera lausn á vandanum. Lög um jafnlaunavottun voru lögfest í júní í fyrra og tóku gildi um síðustu áramót. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og tryggja jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Lögin kveða meðal annars á um að fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn skuli vera búin að innleiða jafnalaunavottun fyrir lok þessa árs. Þau eru samtals 142 talsins en samkvæmt upplýsingum frá Jafnréttisstofu hafa aðeins 13 fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn hlotið jafnlaunavottun það sem af er ári. Nú, þegar ágúst er að renna sitt skeið, hafa aðeins um 9 prósent vinnustaða af þessari stærð hlotið vottunina. Hinir hafa því rétt rúma fjóra mánuði til að innleiða jafnlaunavottun, ellegar hljóta þeir sektir sem geta numið allt að 50 þúsund krónum á dag. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segir að þetta lága hlutfall kunni að skýrast af því að lagaumhverfið sé nýtt. Fá viðurkennd vottunarfyrirtæki myndi þar að auki ákveðinn flöskuháls í ferlinu. „Staðan er sú að það eru bara tvö fyrirtæki sem hafa faggildingu til að veita jafnlaunavottun. Úr því sem komið er munu þau ekki ná að klára öll fyrirtækin sem í hlut eiga fyrir áramót,“ segir Ólafur.Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun.Vísir/SigurjónHonum þykir því bratt af stjórnvöldum að ætla að setja dagsektir á fyrirtækin sem ekki verða komin með jafnlaunavottun í upphafi næsta árs. Ólafur segir að í framtíðinni megi huga betur að dreifingu umsókna yfir árið, svo að koma megi í veg fyrir að þær safnist allar upp í lok árs. „Kannski er skynsamlegra að stilla þessu upp eins og bifreiðaskoðuninni: Það fari eftir fyrri partinum á kennitölunni þinni endar hvenær þú átt að vera búin að græja jafnlaunavottunina. Það mætti huga að því í framtíðinni.“ Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun hf., hefur fulla trú á því að þau fyrirtæki sem ekki eru nú þegar komin með jafnlaunavottun geti hlotið hana fyrir lok árs. Það sé þó undir þeim komið að hefja ferlið, sem getur tekið töluverðan tíma.Þetta er þá spurning um að fyrirtækin leiti fyrr til ykkar? „Já, því fyrr því betra. Ef allir koma á síðustu stundu, rétt fyrir áramót, þá er augljóst að ekki næst að votta alla,“ segir Emil. Tengdar fréttir Innkalla jafnréttisáætlanir fyrirtækja vegna jafnlaunavottana Fyrirtæki með 250 starfsmenn og fleiri eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. 23. febrúar 2018 15:16 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn að hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. Úttektarmaður segir að fyrirtæki megi huga fyrr að vottunarferlinu og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda spyr hvort fyrirkomulagið sem notað er við bifreiðaskoðun kunni að vera lausn á vandanum. Lög um jafnlaunavottun voru lögfest í júní í fyrra og tóku gildi um síðustu áramót. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og tryggja jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Lögin kveða meðal annars á um að fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn skuli vera búin að innleiða jafnalaunavottun fyrir lok þessa árs. Þau eru samtals 142 talsins en samkvæmt upplýsingum frá Jafnréttisstofu hafa aðeins 13 fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn hlotið jafnlaunavottun það sem af er ári. Nú, þegar ágúst er að renna sitt skeið, hafa aðeins um 9 prósent vinnustaða af þessari stærð hlotið vottunina. Hinir hafa því rétt rúma fjóra mánuði til að innleiða jafnlaunavottun, ellegar hljóta þeir sektir sem geta numið allt að 50 þúsund krónum á dag. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segir að þetta lága hlutfall kunni að skýrast af því að lagaumhverfið sé nýtt. Fá viðurkennd vottunarfyrirtæki myndi þar að auki ákveðinn flöskuháls í ferlinu. „Staðan er sú að það eru bara tvö fyrirtæki sem hafa faggildingu til að veita jafnlaunavottun. Úr því sem komið er munu þau ekki ná að klára öll fyrirtækin sem í hlut eiga fyrir áramót,“ segir Ólafur.Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun.Vísir/SigurjónHonum þykir því bratt af stjórnvöldum að ætla að setja dagsektir á fyrirtækin sem ekki verða komin með jafnlaunavottun í upphafi næsta árs. Ólafur segir að í framtíðinni megi huga betur að dreifingu umsókna yfir árið, svo að koma megi í veg fyrir að þær safnist allar upp í lok árs. „Kannski er skynsamlegra að stilla þessu upp eins og bifreiðaskoðuninni: Það fari eftir fyrri partinum á kennitölunni þinni endar hvenær þú átt að vera búin að græja jafnlaunavottunina. Það mætti huga að því í framtíðinni.“ Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun hf., hefur fulla trú á því að þau fyrirtæki sem ekki eru nú þegar komin með jafnlaunavottun geti hlotið hana fyrir lok árs. Það sé þó undir þeim komið að hefja ferlið, sem getur tekið töluverðan tíma.Þetta er þá spurning um að fyrirtækin leiti fyrr til ykkar? „Já, því fyrr því betra. Ef allir koma á síðustu stundu, rétt fyrir áramót, þá er augljóst að ekki næst að votta alla,“ segir Emil.
Tengdar fréttir Innkalla jafnréttisáætlanir fyrirtækja vegna jafnlaunavottana Fyrirtæki með 250 starfsmenn og fleiri eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. 23. febrúar 2018 15:16 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Innkalla jafnréttisáætlanir fyrirtækja vegna jafnlaunavottana Fyrirtæki með 250 starfsmenn og fleiri eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. 23. febrúar 2018 15:16
Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59
Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29