Hestar og hundar fengu hvílu hjá höfðingjum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 06:33 Rúnar er fornleifafræðingur, með meistarapróf í dýrameinafræði og hefur verið stundakennari við HÍ. Fréttablaðið/Auðunn Níelsson Ég rannsakaði öll tiltæk dýrabein úr kumlum landsins. Megnið af þeim er í geymslum Þjóðminjasafnsins. Þau eru úr hestum og hundum sem höfðu verið grafnir hjá eigendum sínum. Flest frá 10. öld en voru grafin upp á 20. öld og sum á þeirri 19. Enginn hafði farið í gegnum þennan safnkost og það kom mér á óvart hversu ríkulegur hann var,“ segir Rúnar Leifsson um doktorsverkefni sitt í fornleifafræði sem hann varði nýlega. Ritgerðin nefnist Dýrafórnir og grafsiðir víkingaaldar á Íslandi og var unnin undir handleiðslu Orra Vésteinssonar prófessors. Í langflestum tilfellum voru það hross, sem hafði verið fórnað, hvort sem sá látni var kona eða karl, að sögn Rúnars. „Hestarnir voru í langflestum tilfellum karldýr, þeir mundu alveg falla inn í hrossastóð í dag, þó íslenski hesturinn hafi kannski örlítið stækkað á síðustu áratugum,“ segir hann. „Mun fleiri stærðir og týpur af hundum virðast hafa verið til á þessum tíma þó sú fjölbreytni sem við þekkjum núna hafi ekki verið fyrir hendi. Út frá stærðinni má ímynda sér að þeir hafi gegnt mismunandi hlutverkum, sumir verið varðhundar, aðrir smalahundar og sumir jafnvel gæludýr,“ lýsir fornleifafræðingurinn. „En það var miklu algengara að grafa hross með fólki. Um helmingur allra grafa frá þessum tíma var með hross, og svo líka vopn og skart.“ Rúnar segir kumlin dreifast mismunandi um landið. „Við höfum fundið mörg kuml á Norðurlandi, allnokkur á Austurlandi og Suðurlandi en fá á Vesturlandi. Það kemur í ljós að þessar grafir tíðkast ekki á landnámsöld, heldur í nokkra áratugi nokkru eftir landnám. Þær eru dæmi um það að samfélagið er að þróast. Þarna er verið að sýna fram á stöðu landeigenda og efla norrænar tengingar. Við sjáum merkin í skreytilist og skarti, á þessum tíma er fólk farið að byggja víkingaaldarskála og sennilega er alþingi komið á Þingvöllum.“ Rúnar segir hugsanlegt að fólkið í kumlgröfunum sé ekki allt fætt á Íslandi heldur sé innflytjendur, þó það komi til landsins eftir hina hefðbundnu landnámsöld. „Kannski kemur það til Íslands til að taka við jörðum landnámsfólks eða er að giftast til landsins. Kumlin sýna myndun einhvers konar elítu eða efsta lags á Íslandi.“Af hverju skyldi þetta efni hafa orðið fyrir valinu til doktorsprófs hjá Rúnari? „Ég er fornleifafræðingur, með meistarapróf í dýrameinafræði, þá rannsakaði ég dýrabein í fornleifafræðilegu samhengi. Þetta lá því beint við, enda um óplægðan akur að ræða.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Ég rannsakaði öll tiltæk dýrabein úr kumlum landsins. Megnið af þeim er í geymslum Þjóðminjasafnsins. Þau eru úr hestum og hundum sem höfðu verið grafnir hjá eigendum sínum. Flest frá 10. öld en voru grafin upp á 20. öld og sum á þeirri 19. Enginn hafði farið í gegnum þennan safnkost og það kom mér á óvart hversu ríkulegur hann var,“ segir Rúnar Leifsson um doktorsverkefni sitt í fornleifafræði sem hann varði nýlega. Ritgerðin nefnist Dýrafórnir og grafsiðir víkingaaldar á Íslandi og var unnin undir handleiðslu Orra Vésteinssonar prófessors. Í langflestum tilfellum voru það hross, sem hafði verið fórnað, hvort sem sá látni var kona eða karl, að sögn Rúnars. „Hestarnir voru í langflestum tilfellum karldýr, þeir mundu alveg falla inn í hrossastóð í dag, þó íslenski hesturinn hafi kannski örlítið stækkað á síðustu áratugum,“ segir hann. „Mun fleiri stærðir og týpur af hundum virðast hafa verið til á þessum tíma þó sú fjölbreytni sem við þekkjum núna hafi ekki verið fyrir hendi. Út frá stærðinni má ímynda sér að þeir hafi gegnt mismunandi hlutverkum, sumir verið varðhundar, aðrir smalahundar og sumir jafnvel gæludýr,“ lýsir fornleifafræðingurinn. „En það var miklu algengara að grafa hross með fólki. Um helmingur allra grafa frá þessum tíma var með hross, og svo líka vopn og skart.“ Rúnar segir kumlin dreifast mismunandi um landið. „Við höfum fundið mörg kuml á Norðurlandi, allnokkur á Austurlandi og Suðurlandi en fá á Vesturlandi. Það kemur í ljós að þessar grafir tíðkast ekki á landnámsöld, heldur í nokkra áratugi nokkru eftir landnám. Þær eru dæmi um það að samfélagið er að þróast. Þarna er verið að sýna fram á stöðu landeigenda og efla norrænar tengingar. Við sjáum merkin í skreytilist og skarti, á þessum tíma er fólk farið að byggja víkingaaldarskála og sennilega er alþingi komið á Þingvöllum.“ Rúnar segir hugsanlegt að fólkið í kumlgröfunum sé ekki allt fætt á Íslandi heldur sé innflytjendur, þó það komi til landsins eftir hina hefðbundnu landnámsöld. „Kannski kemur það til Íslands til að taka við jörðum landnámsfólks eða er að giftast til landsins. Kumlin sýna myndun einhvers konar elítu eða efsta lags á Íslandi.“Af hverju skyldi þetta efni hafa orðið fyrir valinu til doktorsprófs hjá Rúnari? „Ég er fornleifafræðingur, með meistarapróf í dýrameinafræði, þá rannsakaði ég dýrabein í fornleifafræðilegu samhengi. Þetta lá því beint við, enda um óplægðan akur að ræða.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira