Milljarðs króna gestastofa tekin í notkun á Þingvöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. ágúst 2018 19:30 Öll aðstaða fyrir gesti Þingvalla sem vilja fræðast um þjóðgarðinn hefur stórbatnað með nýrri gestastofu sem hefur verið tekið í notkun. Þar er meðal annars gagnvirk sýningu um sögu og náttúru Þingvalla, rúmgott anddyri fyrir upplýsingagjöf, verslun, veitingasala, skólastofa og skrifstofurými.Fjölmenni mætti við Hakið á Þingvöllum síðdegis í gær þegar nýja Gestastofan var opnuð formlega. Eftir ræðuhöld var komið af því að afhjúpa merki nýju gestastofunnar. Eftir það var gestum hleypt inn til að skoða nýju glæsilegu stofuna.Umhverfisráðherra og Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar við athöfnina á Þingvöllum í gær þegar nýja Gestastofan var formlega tekin í notkun.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Hérna erum við að fá fyrsta flokks aðstöðu fyrir þjóðgarðinn. Við erum að fá sýningarsal með glæsilegr gagnvirkrisýningu sem mun miðla náttúru og sögu Þingvalla á nútímalegan og fallegan hátt. Svo erum við með mjög góða aðstöðu fyrir upplýsingagjöf landvarða, fyrirlestrasal og svo er gamla húsið tekið undir mingjagripasölu, veitingar, skólastofu og skrifstofurými, þannig að við erum að fá gríðarlega flotta aðstöðu fyrir miðlun til ferðamanna“, segir Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður og formaður Þingvallanefndar er mjög ánægður með nýju gestastofuna. „Hvernig sem á þetta er litið þá er þetta stórt skref fyrir þjóðgarðinn og þjóðina sjálfa. Á Þingvelli koma um ein og hálf milljón ferðamanna árlega og það mun vaxa áreiðanlega og þetta eru auðvitað bæði landsmenn og útlendingar“, segir Ari Trausti.En hvað kostaði nýja gestastofan? „Húsið stendur einhvers staðar í sex hundruð og fimmtíu milljónum króna og sýningin er einhvers staðar yfir þrjú hundruð milljónum, þannig að þetta er um einn milljarður“, segir Einar. Í tilefni opnunar Gestastofunnar verður ókeypis inn á sýninguna um helgina en gjaldtaka hefst á mánudaginn.Kostnaður við nýju Gestastofuna er um 1 milljarður króna.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Sjá meira
Öll aðstaða fyrir gesti Þingvalla sem vilja fræðast um þjóðgarðinn hefur stórbatnað með nýrri gestastofu sem hefur verið tekið í notkun. Þar er meðal annars gagnvirk sýningu um sögu og náttúru Þingvalla, rúmgott anddyri fyrir upplýsingagjöf, verslun, veitingasala, skólastofa og skrifstofurými.Fjölmenni mætti við Hakið á Þingvöllum síðdegis í gær þegar nýja Gestastofan var opnuð formlega. Eftir ræðuhöld var komið af því að afhjúpa merki nýju gestastofunnar. Eftir það var gestum hleypt inn til að skoða nýju glæsilegu stofuna.Umhverfisráðherra og Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar við athöfnina á Þingvöllum í gær þegar nýja Gestastofan var formlega tekin í notkun.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Hérna erum við að fá fyrsta flokks aðstöðu fyrir þjóðgarðinn. Við erum að fá sýningarsal með glæsilegr gagnvirkrisýningu sem mun miðla náttúru og sögu Þingvalla á nútímalegan og fallegan hátt. Svo erum við með mjög góða aðstöðu fyrir upplýsingagjöf landvarða, fyrirlestrasal og svo er gamla húsið tekið undir mingjagripasölu, veitingar, skólastofu og skrifstofurými, þannig að við erum að fá gríðarlega flotta aðstöðu fyrir miðlun til ferðamanna“, segir Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður og formaður Þingvallanefndar er mjög ánægður með nýju gestastofuna. „Hvernig sem á þetta er litið þá er þetta stórt skref fyrir þjóðgarðinn og þjóðina sjálfa. Á Þingvelli koma um ein og hálf milljón ferðamanna árlega og það mun vaxa áreiðanlega og þetta eru auðvitað bæði landsmenn og útlendingar“, segir Ari Trausti.En hvað kostaði nýja gestastofan? „Húsið stendur einhvers staðar í sex hundruð og fimmtíu milljónum króna og sýningin er einhvers staðar yfir þrjú hundruð milljónum, þannig að þetta er um einn milljarður“, segir Einar. Í tilefni opnunar Gestastofunnar verður ókeypis inn á sýninguna um helgina en gjaldtaka hefst á mánudaginn.Kostnaður við nýju Gestastofuna er um 1 milljarður króna.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Sjá meira