Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Kristín Ýrr Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 10:37 Ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz Nordic ætlar að bjóða íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun í haust en innan Íslands er hún ólögleg. Forsvarsmaður fyrirtækisins fullyrðir að þjónustan stangist ekki á við íslenska löggjöf. Mikkel Raahede, forsvarsmaður fyrirtækisins, segir það þó ekki ólöglegt fyrir Íslendinga að leita erlendis eftir þjónustunni. „Það að finna staðgöngumóður á Íslandi og undirgangast ferlið á Íslandi væri ólöglegt. En það er í raun löglegt fyrir íslenska ríkisborgara að fara til annarra landa þar sem þetta er heimilt, undirgangast staðgönguferlið þar og koma síðan heim með börn sín,” segir hann. Aðspurður afhverju Ísland varð fyrir valinu segir hann beiðnir hafa borist héðan um milligöngu og að hann trúi því að staðgöngumæðrun eigi að vera raunhæfur valkostur sem fólk á að vita um. Staðgöngumæðrun hefur lengi verið umdeild hér á landi en árið 2015 var lagt fyrir alþingi frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Í frumvarpinu var gengið út frá því að milliganga sem þessi væri óheimil. Frumvarpið var aldrei samþykkt á Alþingi. Mikkeler bendir á að það er vandað til verka hjá þeim og mjög ströngum reglum sé fylgt. „Staðgönguferlið yrði að fara fram í Bandaríkjunum, Úkraínu eða í Albaníu. Það er löglegt í fleiri löndum en við viljum ekki vinna þar af því að siðareglur um málefnið eru vafasamar. Þannig vinnum við ekki. Við erum mjög nákvæm þegar við veljum konurnar. Við förum eftir fjölda viðmiðana við valið og vinnum úr stórum hópi kvenna áður en þær eru valdar inn því það er afar mikilvægt að við finnum alveg réttu konurnar,” bendir hann á. Aðspurður hvort hann telji fyrirtækið vera að fara framhjá íslenskri löggjöf telur hann svo ekki vera. „Ég tel okkur ekki fara í kringum reglurnar því það er yfir 30 ára reynsla á staðgöngumæðrun í Bandaríkjunum. Þessi aðferð við að skapa fjölskyldu er réttmæt. Ég tel ósanngjarnt að fólk sé svift þessum möguleika bara af því að það hefur ólíka kynhneigð eða ef kona fæðist án legs. Þetta fólk getur samt orðið foreldrar. Fjöldi fólks getur hjálpað því að gerast foreldrar og ég tel að við eigum að gera því kleift að gera það.” Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz Nordic ætlar að bjóða íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun í haust en innan Íslands er hún ólögleg. Forsvarsmaður fyrirtækisins fullyrðir að þjónustan stangist ekki á við íslenska löggjöf. Mikkel Raahede, forsvarsmaður fyrirtækisins, segir það þó ekki ólöglegt fyrir Íslendinga að leita erlendis eftir þjónustunni. „Það að finna staðgöngumóður á Íslandi og undirgangast ferlið á Íslandi væri ólöglegt. En það er í raun löglegt fyrir íslenska ríkisborgara að fara til annarra landa þar sem þetta er heimilt, undirgangast staðgönguferlið þar og koma síðan heim með börn sín,” segir hann. Aðspurður afhverju Ísland varð fyrir valinu segir hann beiðnir hafa borist héðan um milligöngu og að hann trúi því að staðgöngumæðrun eigi að vera raunhæfur valkostur sem fólk á að vita um. Staðgöngumæðrun hefur lengi verið umdeild hér á landi en árið 2015 var lagt fyrir alþingi frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Í frumvarpinu var gengið út frá því að milliganga sem þessi væri óheimil. Frumvarpið var aldrei samþykkt á Alþingi. Mikkeler bendir á að það er vandað til verka hjá þeim og mjög ströngum reglum sé fylgt. „Staðgönguferlið yrði að fara fram í Bandaríkjunum, Úkraínu eða í Albaníu. Það er löglegt í fleiri löndum en við viljum ekki vinna þar af því að siðareglur um málefnið eru vafasamar. Þannig vinnum við ekki. Við erum mjög nákvæm þegar við veljum konurnar. Við förum eftir fjölda viðmiðana við valið og vinnum úr stórum hópi kvenna áður en þær eru valdar inn því það er afar mikilvægt að við finnum alveg réttu konurnar,” bendir hann á. Aðspurður hvort hann telji fyrirtækið vera að fara framhjá íslenskri löggjöf telur hann svo ekki vera. „Ég tel okkur ekki fara í kringum reglurnar því það er yfir 30 ára reynsla á staðgöngumæðrun í Bandaríkjunum. Þessi aðferð við að skapa fjölskyldu er réttmæt. Ég tel ósanngjarnt að fólk sé svift þessum möguleika bara af því að það hefur ólíka kynhneigð eða ef kona fæðist án legs. Þetta fólk getur samt orðið foreldrar. Fjöldi fólks getur hjálpað því að gerast foreldrar og ég tel að við eigum að gera því kleift að gera það.”
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira