Sport

Þrjár dætur á meðal sex efstu eftir tvo keppnisdaga

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir er að gera gott mót í Wisconsin
Anníe Mist Þórisdóttir er að gera gott mót í Wisconsin Mynd/Instagram/anniethorisdottir

Fimm Íslendingar eru í eldlínunni í keppni fullorðinna á tólftu heimsleikunum í Crossfit sem fram fara í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum um helgina.

Annie Mist Þórisdóttir (3), Katrín Tanja Davíðsdóttir (4) og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (6) eru á meðal sex efstu eftir tvo keppnisdaga. Seinni þraut gærdagsins var Fibonacci.

Annie Mist stóð sig best í seinni þraut gærdagsins og varð fjórða en Ragnheiður Sara varð sjötta og Katrín Tanja áttunda. Oddrún Eik Gylfadóttir byrjaði rosalega vel en það dugði ekki til þar sem hún náði ekki að klára innan 6 mínútna tímarammans. Oddrún er í 31.sæti.

Björgvin Karl Guðmundsson náði ekki að klára og varð í tólfta sæti en hann er í sjötta sæti í heildarkeppninni eftir fyrstu tvo keppnisdagana.

Vísir fylgist með allri keppninni og er henni lýst beint. Hér má sjá beina lýsingu frá gærdeginum.

Í dag hefst keppni rétt fyrir klukkan 14 og verður áfram fylgst með hér á Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.