Grilla þúsund hamborgara í Þorlákshöfn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2018 18:22 Mótshaldarar hafa grillað um þúsund hamborgara og matreitt 50 kíló af humri um helgina. Mynd/UMFÍ Hátt í átta þúsund manns eru nú stödd á Unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn. Á mótinu koma saman ungmenni á aldrinum 11-18 ára og etja kappi í hinum ýmsu greinum. Í tilkynningu frá mótshöldurum segir að vinsælustu greinar mótsins séu frjálsar íþróttir, knattspyrna og körfubolti, en nýrri greinar hafa einnig vakið lukku meðal keppenda mótsins og má þar nefna sandkastalagerð, bogfimi, strandhandbolta og dorgveiði. Keppendur láta sér þó ekki nægja að stunda íþróttir af miklum dugnaði, þar sem sjálfboðaliðar knattspyrnufélagsins Ægis og Ungmennafélagsins Þórs hafa grillað hátt í 1.000 hamborgara og útbúið 50 kíló af humarpylsum, eða humslum, handa gestum mótsins.Bogfimi er meðal þeirra nýju íþrótta sem hefur notið aukinna vinsælda á mótinu.Mynd/UMFÍRagnheiður Hannesdóttir sem sér um innkaup á hamborgurum, humar og öllu tilheyrandi fyrir mótið, segir að salan hafi gengið mjög vel, og að magnið sem eldað var hafi jafnvel farið örlítið fram úr áætlun. Langar raðir mynduðust eftir góðgætinu og þegar mest lét stóð fólk í 15-20 metra löngum röðum og sleikti sólina meðan það beið þess að næla sér í gómsætan hamborgara. Humarpylsurnar, eða humslur, eru humar í pylsubrauði með hvítlaukssósu, og þykja mikið lostæti í Þorlákshöfn. Ragnheiður segir humslurnar afar vinsælar á helstu viðburðum bæjarins og að bæjarbúar stökkvi alltaf til þegar humslur eru í boði.Iðnir hamborgararagrillarar höfðu í nógu að snúast um helgina.Mynd/UMFÍÍ setningarávarpi sínu í gær, sagði Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, að Unglingalandsmótið hefði fest sig í sessi sem hátíð þar sem öll fjölskyldan gæti varið góðum tíma saman í hreyfingu og íþróttum. Einnig benti hann á að mótið hefði forvarnargildi sem myndi skila sér í betri framtíð. „Við skulum horfa til þess að við erum að varðveita og verja meiri mannauð með því að vinna að meiri og víðtækari forvörnum, fyrir okkar ungu kynslóðir en mikill mannauður er að tapast við það þegar ungt fólk ánetjast fíkniefnum. Það eru einnig margir aðrir þættir forvarna sem skila sér hér til alls þess unga fólks sem er að taka þátt í mótinu. Við getum nefnt til dæmis að börn og unglingar kynnast og prófa íþróttir sem þau hafa ekki þekkt áður og eru kannski að finna sína íþrótt hér,“ sagði Haukur.Mynd/UMFÍMynd/UMFÍMynd/UMFÍ Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira
Hátt í átta þúsund manns eru nú stödd á Unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn. Á mótinu koma saman ungmenni á aldrinum 11-18 ára og etja kappi í hinum ýmsu greinum. Í tilkynningu frá mótshöldurum segir að vinsælustu greinar mótsins séu frjálsar íþróttir, knattspyrna og körfubolti, en nýrri greinar hafa einnig vakið lukku meðal keppenda mótsins og má þar nefna sandkastalagerð, bogfimi, strandhandbolta og dorgveiði. Keppendur láta sér þó ekki nægja að stunda íþróttir af miklum dugnaði, þar sem sjálfboðaliðar knattspyrnufélagsins Ægis og Ungmennafélagsins Þórs hafa grillað hátt í 1.000 hamborgara og útbúið 50 kíló af humarpylsum, eða humslum, handa gestum mótsins.Bogfimi er meðal þeirra nýju íþrótta sem hefur notið aukinna vinsælda á mótinu.Mynd/UMFÍRagnheiður Hannesdóttir sem sér um innkaup á hamborgurum, humar og öllu tilheyrandi fyrir mótið, segir að salan hafi gengið mjög vel, og að magnið sem eldað var hafi jafnvel farið örlítið fram úr áætlun. Langar raðir mynduðust eftir góðgætinu og þegar mest lét stóð fólk í 15-20 metra löngum röðum og sleikti sólina meðan það beið þess að næla sér í gómsætan hamborgara. Humarpylsurnar, eða humslur, eru humar í pylsubrauði með hvítlaukssósu, og þykja mikið lostæti í Þorlákshöfn. Ragnheiður segir humslurnar afar vinsælar á helstu viðburðum bæjarins og að bæjarbúar stökkvi alltaf til þegar humslur eru í boði.Iðnir hamborgararagrillarar höfðu í nógu að snúast um helgina.Mynd/UMFÍÍ setningarávarpi sínu í gær, sagði Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, að Unglingalandsmótið hefði fest sig í sessi sem hátíð þar sem öll fjölskyldan gæti varið góðum tíma saman í hreyfingu og íþróttum. Einnig benti hann á að mótið hefði forvarnargildi sem myndi skila sér í betri framtíð. „Við skulum horfa til þess að við erum að varðveita og verja meiri mannauð með því að vinna að meiri og víðtækari forvörnum, fyrir okkar ungu kynslóðir en mikill mannauður er að tapast við það þegar ungt fólk ánetjast fíkniefnum. Það eru einnig margir aðrir þættir forvarna sem skila sér hér til alls þess unga fólks sem er að taka þátt í mótinu. Við getum nefnt til dæmis að börn og unglingar kynnast og prófa íþróttir sem þau hafa ekki þekkt áður og eru kannski að finna sína íþrótt hér,“ sagði Haukur.Mynd/UMFÍMynd/UMFÍMynd/UMFÍ
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira