Grilla þúsund hamborgara í Þorlákshöfn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2018 18:22 Mótshaldarar hafa grillað um þúsund hamborgara og matreitt 50 kíló af humri um helgina. Mynd/UMFÍ Hátt í átta þúsund manns eru nú stödd á Unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn. Á mótinu koma saman ungmenni á aldrinum 11-18 ára og etja kappi í hinum ýmsu greinum. Í tilkynningu frá mótshöldurum segir að vinsælustu greinar mótsins séu frjálsar íþróttir, knattspyrna og körfubolti, en nýrri greinar hafa einnig vakið lukku meðal keppenda mótsins og má þar nefna sandkastalagerð, bogfimi, strandhandbolta og dorgveiði. Keppendur láta sér þó ekki nægja að stunda íþróttir af miklum dugnaði, þar sem sjálfboðaliðar knattspyrnufélagsins Ægis og Ungmennafélagsins Þórs hafa grillað hátt í 1.000 hamborgara og útbúið 50 kíló af humarpylsum, eða humslum, handa gestum mótsins.Bogfimi er meðal þeirra nýju íþrótta sem hefur notið aukinna vinsælda á mótinu.Mynd/UMFÍRagnheiður Hannesdóttir sem sér um innkaup á hamborgurum, humar og öllu tilheyrandi fyrir mótið, segir að salan hafi gengið mjög vel, og að magnið sem eldað var hafi jafnvel farið örlítið fram úr áætlun. Langar raðir mynduðust eftir góðgætinu og þegar mest lét stóð fólk í 15-20 metra löngum röðum og sleikti sólina meðan það beið þess að næla sér í gómsætan hamborgara. Humarpylsurnar, eða humslur, eru humar í pylsubrauði með hvítlaukssósu, og þykja mikið lostæti í Þorlákshöfn. Ragnheiður segir humslurnar afar vinsælar á helstu viðburðum bæjarins og að bæjarbúar stökkvi alltaf til þegar humslur eru í boði.Iðnir hamborgararagrillarar höfðu í nógu að snúast um helgina.Mynd/UMFÍÍ setningarávarpi sínu í gær, sagði Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, að Unglingalandsmótið hefði fest sig í sessi sem hátíð þar sem öll fjölskyldan gæti varið góðum tíma saman í hreyfingu og íþróttum. Einnig benti hann á að mótið hefði forvarnargildi sem myndi skila sér í betri framtíð. „Við skulum horfa til þess að við erum að varðveita og verja meiri mannauð með því að vinna að meiri og víðtækari forvörnum, fyrir okkar ungu kynslóðir en mikill mannauður er að tapast við það þegar ungt fólk ánetjast fíkniefnum. Það eru einnig margir aðrir þættir forvarna sem skila sér hér til alls þess unga fólks sem er að taka þátt í mótinu. Við getum nefnt til dæmis að börn og unglingar kynnast og prófa íþróttir sem þau hafa ekki þekkt áður og eru kannski að finna sína íþrótt hér,“ sagði Haukur.Mynd/UMFÍMynd/UMFÍMynd/UMFÍ Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Hátt í átta þúsund manns eru nú stödd á Unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn. Á mótinu koma saman ungmenni á aldrinum 11-18 ára og etja kappi í hinum ýmsu greinum. Í tilkynningu frá mótshöldurum segir að vinsælustu greinar mótsins séu frjálsar íþróttir, knattspyrna og körfubolti, en nýrri greinar hafa einnig vakið lukku meðal keppenda mótsins og má þar nefna sandkastalagerð, bogfimi, strandhandbolta og dorgveiði. Keppendur láta sér þó ekki nægja að stunda íþróttir af miklum dugnaði, þar sem sjálfboðaliðar knattspyrnufélagsins Ægis og Ungmennafélagsins Þórs hafa grillað hátt í 1.000 hamborgara og útbúið 50 kíló af humarpylsum, eða humslum, handa gestum mótsins.Bogfimi er meðal þeirra nýju íþrótta sem hefur notið aukinna vinsælda á mótinu.Mynd/UMFÍRagnheiður Hannesdóttir sem sér um innkaup á hamborgurum, humar og öllu tilheyrandi fyrir mótið, segir að salan hafi gengið mjög vel, og að magnið sem eldað var hafi jafnvel farið örlítið fram úr áætlun. Langar raðir mynduðust eftir góðgætinu og þegar mest lét stóð fólk í 15-20 metra löngum röðum og sleikti sólina meðan það beið þess að næla sér í gómsætan hamborgara. Humarpylsurnar, eða humslur, eru humar í pylsubrauði með hvítlaukssósu, og þykja mikið lostæti í Þorlákshöfn. Ragnheiður segir humslurnar afar vinsælar á helstu viðburðum bæjarins og að bæjarbúar stökkvi alltaf til þegar humslur eru í boði.Iðnir hamborgararagrillarar höfðu í nógu að snúast um helgina.Mynd/UMFÍÍ setningarávarpi sínu í gær, sagði Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, að Unglingalandsmótið hefði fest sig í sessi sem hátíð þar sem öll fjölskyldan gæti varið góðum tíma saman í hreyfingu og íþróttum. Einnig benti hann á að mótið hefði forvarnargildi sem myndi skila sér í betri framtíð. „Við skulum horfa til þess að við erum að varðveita og verja meiri mannauð með því að vinna að meiri og víðtækari forvörnum, fyrir okkar ungu kynslóðir en mikill mannauður er að tapast við það þegar ungt fólk ánetjast fíkniefnum. Það eru einnig margir aðrir þættir forvarna sem skila sér hér til alls þess unga fólks sem er að taka þátt í mótinu. Við getum nefnt til dæmis að börn og unglingar kynnast og prófa íþróttir sem þau hafa ekki þekkt áður og eru kannski að finna sína íþrótt hér,“ sagði Haukur.Mynd/UMFÍMynd/UMFÍMynd/UMFÍ
Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning