Grilla þúsund hamborgara í Þorlákshöfn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2018 18:22 Mótshaldarar hafa grillað um þúsund hamborgara og matreitt 50 kíló af humri um helgina. Mynd/UMFÍ Hátt í átta þúsund manns eru nú stödd á Unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn. Á mótinu koma saman ungmenni á aldrinum 11-18 ára og etja kappi í hinum ýmsu greinum. Í tilkynningu frá mótshöldurum segir að vinsælustu greinar mótsins séu frjálsar íþróttir, knattspyrna og körfubolti, en nýrri greinar hafa einnig vakið lukku meðal keppenda mótsins og má þar nefna sandkastalagerð, bogfimi, strandhandbolta og dorgveiði. Keppendur láta sér þó ekki nægja að stunda íþróttir af miklum dugnaði, þar sem sjálfboðaliðar knattspyrnufélagsins Ægis og Ungmennafélagsins Þórs hafa grillað hátt í 1.000 hamborgara og útbúið 50 kíló af humarpylsum, eða humslum, handa gestum mótsins.Bogfimi er meðal þeirra nýju íþrótta sem hefur notið aukinna vinsælda á mótinu.Mynd/UMFÍRagnheiður Hannesdóttir sem sér um innkaup á hamborgurum, humar og öllu tilheyrandi fyrir mótið, segir að salan hafi gengið mjög vel, og að magnið sem eldað var hafi jafnvel farið örlítið fram úr áætlun. Langar raðir mynduðust eftir góðgætinu og þegar mest lét stóð fólk í 15-20 metra löngum röðum og sleikti sólina meðan það beið þess að næla sér í gómsætan hamborgara. Humarpylsurnar, eða humslur, eru humar í pylsubrauði með hvítlaukssósu, og þykja mikið lostæti í Þorlákshöfn. Ragnheiður segir humslurnar afar vinsælar á helstu viðburðum bæjarins og að bæjarbúar stökkvi alltaf til þegar humslur eru í boði.Iðnir hamborgararagrillarar höfðu í nógu að snúast um helgina.Mynd/UMFÍÍ setningarávarpi sínu í gær, sagði Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, að Unglingalandsmótið hefði fest sig í sessi sem hátíð þar sem öll fjölskyldan gæti varið góðum tíma saman í hreyfingu og íþróttum. Einnig benti hann á að mótið hefði forvarnargildi sem myndi skila sér í betri framtíð. „Við skulum horfa til þess að við erum að varðveita og verja meiri mannauð með því að vinna að meiri og víðtækari forvörnum, fyrir okkar ungu kynslóðir en mikill mannauður er að tapast við það þegar ungt fólk ánetjast fíkniefnum. Það eru einnig margir aðrir þættir forvarna sem skila sér hér til alls þess unga fólks sem er að taka þátt í mótinu. Við getum nefnt til dæmis að börn og unglingar kynnast og prófa íþróttir sem þau hafa ekki þekkt áður og eru kannski að finna sína íþrótt hér,“ sagði Haukur.Mynd/UMFÍMynd/UMFÍMynd/UMFÍ Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Sjá meira
Hátt í átta þúsund manns eru nú stödd á Unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn. Á mótinu koma saman ungmenni á aldrinum 11-18 ára og etja kappi í hinum ýmsu greinum. Í tilkynningu frá mótshöldurum segir að vinsælustu greinar mótsins séu frjálsar íþróttir, knattspyrna og körfubolti, en nýrri greinar hafa einnig vakið lukku meðal keppenda mótsins og má þar nefna sandkastalagerð, bogfimi, strandhandbolta og dorgveiði. Keppendur láta sér þó ekki nægja að stunda íþróttir af miklum dugnaði, þar sem sjálfboðaliðar knattspyrnufélagsins Ægis og Ungmennafélagsins Þórs hafa grillað hátt í 1.000 hamborgara og útbúið 50 kíló af humarpylsum, eða humslum, handa gestum mótsins.Bogfimi er meðal þeirra nýju íþrótta sem hefur notið aukinna vinsælda á mótinu.Mynd/UMFÍRagnheiður Hannesdóttir sem sér um innkaup á hamborgurum, humar og öllu tilheyrandi fyrir mótið, segir að salan hafi gengið mjög vel, og að magnið sem eldað var hafi jafnvel farið örlítið fram úr áætlun. Langar raðir mynduðust eftir góðgætinu og þegar mest lét stóð fólk í 15-20 metra löngum röðum og sleikti sólina meðan það beið þess að næla sér í gómsætan hamborgara. Humarpylsurnar, eða humslur, eru humar í pylsubrauði með hvítlaukssósu, og þykja mikið lostæti í Þorlákshöfn. Ragnheiður segir humslurnar afar vinsælar á helstu viðburðum bæjarins og að bæjarbúar stökkvi alltaf til þegar humslur eru í boði.Iðnir hamborgararagrillarar höfðu í nógu að snúast um helgina.Mynd/UMFÍÍ setningarávarpi sínu í gær, sagði Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, að Unglingalandsmótið hefði fest sig í sessi sem hátíð þar sem öll fjölskyldan gæti varið góðum tíma saman í hreyfingu og íþróttum. Einnig benti hann á að mótið hefði forvarnargildi sem myndi skila sér í betri framtíð. „Við skulum horfa til þess að við erum að varðveita og verja meiri mannauð með því að vinna að meiri og víðtækari forvörnum, fyrir okkar ungu kynslóðir en mikill mannauður er að tapast við það þegar ungt fólk ánetjast fíkniefnum. Það eru einnig margir aðrir þættir forvarna sem skila sér hér til alls þess unga fólks sem er að taka þátt í mótinu. Við getum nefnt til dæmis að börn og unglingar kynnast og prófa íþróttir sem þau hafa ekki þekkt áður og eru kannski að finna sína íþrótt hér,“ sagði Haukur.Mynd/UMFÍMynd/UMFÍMynd/UMFÍ
Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Sjá meira