Lífið

Hannaði seglkofa fyrir íslenskar aðstæður

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kofarnir minna helst á segl.
Kofarnir minna helst á segl. Bartosz Domiczek

Verði draumur arkitektsins Bartosz Domiczek að veruleika munu framúrstefnulegir kofar prýða íslenskt landslag. Kofana kallar hann The Northern Wisps Cabins og líkjast þeir helst háu segli. Hönnunin er engin tilviljun en Domiczek segir að lögun kofanna sé óður til íslenskrar sjósóknar.

Domiczek hefur ekki enn reist fyrsta kofann en hönnunin hlaut á dögunum fyrstu verðlaun í kofahönnunarkeppni Ronen Beckerman.

Þrátt fyrir að kofarnir séu auðveldir í uppsetningu segir arkitektinn að þeir séu nokkuð harðgerir - þeir verði að vera það ef þeim er ætlað að pluma sig í íslenskri veðráttu.

Reistur er viðarrammi sem boltaður er niður með járnfestingum ofan í steinsteyptan grunn. Yfir allt saman strengir Domiczek svo slitsterkan dúk sem líkist helst segli á skipi.

Inni í kofanum verður rúmgóð stofa með kamínu og eldunaraðstöðu. Svefnrýmið er svo staðsett fyrir ofan útidyrahurðina og þarf að klifra upp stiga til að komast í bólið.

Hér að neðan má sjá myndband sem kynnir kofa Domiczek til leiks sem og fleiri myndir af kofanum. Frekari upplýsingar og myndir má nálgast á vef Bartosz Domiczek.

Rúmið er fyrir ofan útidyrahurðina. Bartosz Domiczek
Kamínan hangir neðan úr loftinu, við hlið hengirúms. Bartosz Domiczek


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.