Sport

Anthony Smith fór illa með Shogun

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Vísir/Getty

UFC heimsótti Hamburg í Þýskalandi fyrr í kvöld. Anthony Smith fór létt með goðsögnina Mauricio ‘Shogun’ Rua í aðalbardaga kvöldsins og stimplaði sig vel inn í léttþungavigtina.

Fyrir bardagann var hinn 36 ára gamli Shogun Rua á þriggja bardaga sigurgöngu. Upphaflega átti hann að mæta Volkan Oezdemir en þegar Oezdemir gat ekki barist á kvöldinu kom Anthony Smith inn með skömmum fyrirvara.

Það tók Smith aðeins 90 sekúndur að rota goðsögnina Shogun Rua. Smith var ekki í teljandi vandræðum með Shogun og kláraði hann með olnboga og höggum strax í 1. lotu. Smith nýtur þess greinilega að berjast við gamlar goðsagnir en í júní rotaði hann Rashad Evans eftir aðeins 53 sekúndur.

Eftir bardagann kvaðst Smith vilja mæta Alexander Gustafsson á UFC 227 eftir tæpar tvær vikur en Gustafsson er sem stendur án andstæðings. Það yrði þriðji bardagi Smith á þremur mánuðum en heimildir herma að Gustafsson sé meiddur og geti ekki barist eftir allt saman.

Bardagakvöldið var á heildina litið ekkert sérstaklega skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.