Hótel Adam í kastljósi fjölmiðla síðan 2016 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júlí 2018 19:45 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í dag starfsemi Hótels Adams við Skólavörðustíg. Hótel Adam komst í kastljós fjölmiðla árið 2016 þegar vakin var athygli á því að vatn í flöskum, sem selt var á hótelinu, reyndist vera kranavatn. Gestum hafði verið ráðlagt að drekka ekki kranavatnið og kaupa vatn á flöskum sem kostuðu 400 krónur. Í febrúar 2016 bókaði blaðamaður Vísis gistingu á hótelinu eftir að brösulega hafði gengið að fá svör frá eiganda þess. Ýmislegt kom á óvart í heimsókninni og um svipað leyti gerði heilbrigðiseftirlitið margvíslegar athugasemdir við aðbúnað á hótelinu. Árið 2017 var fyrirtækið sem heldur utan um rekstur hótelsins, R. Guðmundsson ehf. dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fyrrverandi starfsmanni hótelsins 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Í maí á þessu ári fór Íslandsbanki fram á að húsinæðið yrði sett á nauðungarsölu vegna skulda upp á tæpar 25 milljónir króna. Þá hefur Stundin fjallað um málefni hótelsins að undanförnu þar sem meðal annars er rætt við fyrrverandi starfsmann sem segist hafa verið niðurlægð og svikin af vinnuveitendum sínum. Rekstrarleyfi hótelsins rann út í nóvember 2017 en síðastliðinn föstudag fengu eigendur hótelsins 48 klukkustunda frest til að undirbúa lokun þess. Síðdegis í dag mætti lögregla á staðinn og innsiglaði reksturinn. Hvorki fulltrúar lögreglu, sýslumanns, né Ragnar Guðmundsson, eigandi hótelsins, vildu veita fréttastofu viðtal í dag en Ragnar bað fjölmiðla að yfirgefa hótelið. Sýslumaður hefur umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis til umfjöllunar en ljóst er að rekstur hótelsins liggur niðri, að minnsta kosti þar til afgreiðsla embættisins liggur fyrir. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Ragnar þarf að reiða fram 25 milljónir til að halda Hótel Adam Íslandsbanki hefur farið fram á að húsið á Skólavörðustíg 42 verði sett á nauðungarsölu. 14. maí 2018 13:12 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Lögreglan lokar herbergjum á Hótel Adam Meirihluta herbergja var lokað í morgun þar sem rekstraraðili hefur aðeins leyfi til að leigja út níu herbergi. 11. febrúar 2016 13:10 Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49 Lögreglan mun loka Hótel Adam á morgun Gert að kröfu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 22. júlí 2018 13:55 Hótel Adam greiði starfsmanni 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa Fyrrverandi starfsmaður Hótel Adam fær 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. 16. október 2017 16:40 Gestir í miðjum kaffisopa á Hótel Adam þegar lögreglan mætti til að loka Nokkrir sem sátu og drukku kaffi var bent á að verið væri að loka. 23. júlí 2018 16:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í dag starfsemi Hótels Adams við Skólavörðustíg. Hótel Adam komst í kastljós fjölmiðla árið 2016 þegar vakin var athygli á því að vatn í flöskum, sem selt var á hótelinu, reyndist vera kranavatn. Gestum hafði verið ráðlagt að drekka ekki kranavatnið og kaupa vatn á flöskum sem kostuðu 400 krónur. Í febrúar 2016 bókaði blaðamaður Vísis gistingu á hótelinu eftir að brösulega hafði gengið að fá svör frá eiganda þess. Ýmislegt kom á óvart í heimsókninni og um svipað leyti gerði heilbrigðiseftirlitið margvíslegar athugasemdir við aðbúnað á hótelinu. Árið 2017 var fyrirtækið sem heldur utan um rekstur hótelsins, R. Guðmundsson ehf. dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fyrrverandi starfsmanni hótelsins 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Í maí á þessu ári fór Íslandsbanki fram á að húsinæðið yrði sett á nauðungarsölu vegna skulda upp á tæpar 25 milljónir króna. Þá hefur Stundin fjallað um málefni hótelsins að undanförnu þar sem meðal annars er rætt við fyrrverandi starfsmann sem segist hafa verið niðurlægð og svikin af vinnuveitendum sínum. Rekstrarleyfi hótelsins rann út í nóvember 2017 en síðastliðinn föstudag fengu eigendur hótelsins 48 klukkustunda frest til að undirbúa lokun þess. Síðdegis í dag mætti lögregla á staðinn og innsiglaði reksturinn. Hvorki fulltrúar lögreglu, sýslumanns, né Ragnar Guðmundsson, eigandi hótelsins, vildu veita fréttastofu viðtal í dag en Ragnar bað fjölmiðla að yfirgefa hótelið. Sýslumaður hefur umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis til umfjöllunar en ljóst er að rekstur hótelsins liggur niðri, að minnsta kosti þar til afgreiðsla embættisins liggur fyrir.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Ragnar þarf að reiða fram 25 milljónir til að halda Hótel Adam Íslandsbanki hefur farið fram á að húsið á Skólavörðustíg 42 verði sett á nauðungarsölu. 14. maí 2018 13:12 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Lögreglan lokar herbergjum á Hótel Adam Meirihluta herbergja var lokað í morgun þar sem rekstraraðili hefur aðeins leyfi til að leigja út níu herbergi. 11. febrúar 2016 13:10 Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49 Lögreglan mun loka Hótel Adam á morgun Gert að kröfu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 22. júlí 2018 13:55 Hótel Adam greiði starfsmanni 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa Fyrrverandi starfsmaður Hótel Adam fær 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. 16. október 2017 16:40 Gestir í miðjum kaffisopa á Hótel Adam þegar lögreglan mætti til að loka Nokkrir sem sátu og drukku kaffi var bent á að verið væri að loka. 23. júlí 2018 16:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30
Ragnar þarf að reiða fram 25 milljónir til að halda Hótel Adam Íslandsbanki hefur farið fram á að húsið á Skólavörðustíg 42 verði sett á nauðungarsölu. 14. maí 2018 13:12
Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03
Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00
Lögreglan lokar herbergjum á Hótel Adam Meirihluta herbergja var lokað í morgun þar sem rekstraraðili hefur aðeins leyfi til að leigja út níu herbergi. 11. febrúar 2016 13:10
Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49
Lögreglan mun loka Hótel Adam á morgun Gert að kröfu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 22. júlí 2018 13:55
Hótel Adam greiði starfsmanni 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa Fyrrverandi starfsmaður Hótel Adam fær 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. 16. október 2017 16:40
Gestir í miðjum kaffisopa á Hótel Adam þegar lögreglan mætti til að loka Nokkrir sem sátu og drukku kaffi var bent á að verið væri að loka. 23. júlí 2018 16:30