Bændur fagna endurskoðun sauðfjársamnings Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 27. júlí 2018 20:37 Endurskoðun búvörusamninga við sauðfjárbændur verður flýtt og hefjast viðræður á næstu dögum. Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga leggur meðal annars til að ráðist verði í bráðaaðgerðir til að mæta erfiðri stöðu í sauðfjárrækt, meðal annars með fækkunarhvötum og stofnun stöðugleikasjóðs. Endurskoðun búvörusamninga átti að hefjast 2019 en landbúnaðarráðherra og Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að hefjast þegar handa við endurskoðun samninga er lúta að sauðfjárrækt. Þá hefur samráðshópur um endurskoðun samninganna skilað tillögum sem birtar voru í dag. „Við munum þá núna setja niður samninganefndir sem munu vinna að því að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd og ég vona að við getum séð endurskoðun samningsins um sauðfjárræktina ganga eftir og við ljúkum þessu verki helst á þessu ári.“, segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Offramleiðsla er á kindakjöti miðað við núverandi aðstæður en meðal þess sem samráðshópurinn leggur til eru nokkrar bráðaaðgerðir sem ætlað er að stuðla að jafnvægi milli framleiðslu og sölu haustið 2019. Má þar nefna fækkunarhvata sem felist í útleið bænda, 67 ára og eldri, frystingu gæðastýringargreiðslna og lækkun ásetningshlutfalls. Þá bjóðist bændum að taka þátt í þróunarverkefnum og loks verði stofnaður stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur á mörkuðum. Hann yrði fjármagnaður af greininni sjálfri auk stofnframlags frá ríkinu. Kristján Þór hefur efasemdir um sjóðinn. „Hugmyndirnar sem hingað til hafa komið fram hafa mér ekki hugnast og ég hef hvatt til þess að við getum reynt að leita einhverra annarra leiða til þess að ná því sama markmiði heldur en að þarna hafi verið settar fram.“ Aðrar hugmyndir hugnist honum betur en sumar krefjast lagabreytinga. „En allt sem snýr að þessum tillögum, 67 ára og eldri, lækkun á ásetningshlutfallinu, gæðastýringin, þetta eru allt saman hugmyndir sem mér hugnast mjög vel.“Vandi bænda mjög bráður Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdarstjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segir bændur fagna því að tillögur séu komnar fram og þeim lítist vel á margt sem komi fram í þeim, en sumt þurfi að endurskoða. „Það skiptir máli að við vinnum hratt núna, það þarf að koma skýrum skilaboðum til bænda sem fyrst. Það styttist í haustið og sláturtíð og aðgerðir þurfa að vera skýrar mjög fljótt.“ Hann segir vanda bænda vera mikinn, en á síðasta ári hafi verið 30 til 40 prósenta hrun í afurðaverði til bænda og það stefni í svipað ástand á þessu ári. „Það er ein afurðastöð búin að gefa út verð og miðað við það verður skilaverð til bænda 380 til 400 krónur á kíló en þyrfti að vera 650 til 700 þannig það þolir enginn rekstur svona hamfarir tvö ár í röð.“ Tengdar fréttir Flýta endurskoðun sauðfjársamnings Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. 27. júlí 2018 13:50 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Endurskoðun búvörusamninga við sauðfjárbændur verður flýtt og hefjast viðræður á næstu dögum. Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga leggur meðal annars til að ráðist verði í bráðaaðgerðir til að mæta erfiðri stöðu í sauðfjárrækt, meðal annars með fækkunarhvötum og stofnun stöðugleikasjóðs. Endurskoðun búvörusamninga átti að hefjast 2019 en landbúnaðarráðherra og Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að hefjast þegar handa við endurskoðun samninga er lúta að sauðfjárrækt. Þá hefur samráðshópur um endurskoðun samninganna skilað tillögum sem birtar voru í dag. „Við munum þá núna setja niður samninganefndir sem munu vinna að því að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd og ég vona að við getum séð endurskoðun samningsins um sauðfjárræktina ganga eftir og við ljúkum þessu verki helst á þessu ári.“, segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Offramleiðsla er á kindakjöti miðað við núverandi aðstæður en meðal þess sem samráðshópurinn leggur til eru nokkrar bráðaaðgerðir sem ætlað er að stuðla að jafnvægi milli framleiðslu og sölu haustið 2019. Má þar nefna fækkunarhvata sem felist í útleið bænda, 67 ára og eldri, frystingu gæðastýringargreiðslna og lækkun ásetningshlutfalls. Þá bjóðist bændum að taka þátt í þróunarverkefnum og loks verði stofnaður stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur á mörkuðum. Hann yrði fjármagnaður af greininni sjálfri auk stofnframlags frá ríkinu. Kristján Þór hefur efasemdir um sjóðinn. „Hugmyndirnar sem hingað til hafa komið fram hafa mér ekki hugnast og ég hef hvatt til þess að við getum reynt að leita einhverra annarra leiða til þess að ná því sama markmiði heldur en að þarna hafi verið settar fram.“ Aðrar hugmyndir hugnist honum betur en sumar krefjast lagabreytinga. „En allt sem snýr að þessum tillögum, 67 ára og eldri, lækkun á ásetningshlutfallinu, gæðastýringin, þetta eru allt saman hugmyndir sem mér hugnast mjög vel.“Vandi bænda mjög bráður Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdarstjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segir bændur fagna því að tillögur séu komnar fram og þeim lítist vel á margt sem komi fram í þeim, en sumt þurfi að endurskoða. „Það skiptir máli að við vinnum hratt núna, það þarf að koma skýrum skilaboðum til bænda sem fyrst. Það styttist í haustið og sláturtíð og aðgerðir þurfa að vera skýrar mjög fljótt.“ Hann segir vanda bænda vera mikinn, en á síðasta ári hafi verið 30 til 40 prósenta hrun í afurðaverði til bænda og það stefni í svipað ástand á þessu ári. „Það er ein afurðastöð búin að gefa út verð og miðað við það verður skilaverð til bænda 380 til 400 krónur á kíló en þyrfti að vera 650 til 700 þannig það þolir enginn rekstur svona hamfarir tvö ár í röð.“
Tengdar fréttir Flýta endurskoðun sauðfjársamnings Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. 27. júlí 2018 13:50 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Flýta endurskoðun sauðfjársamnings Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. 27. júlí 2018 13:50