Vesturlönd verða að beita þolinmæði og áræðni í samskiptum við Putin Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2018 21:00 Breskur sérfræðingur í alþjóðasamskiptum segir Vesturlönd verða að læra að eiga í samskiptum við stjórn Putins í Rússlandi. Á kaldastríðsárunum hafi Vesturlönd lært að umgangast Rússland með þolinmæði og áræðni en undanfarin ár hafi ögranir verið á báða bóga. Hópur íslenskra og erlendra fræðimanna flutti erindi á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar í Norræna húsinu í dag um stöðu smáríkja og þá alveg sérstaklega stöðu smáríkja gagnvart Rússlandi. Caroline Kennedy-Pipe, prófessor við Loughborough háskóla í Bretlandi, segir mikinn mun á samskiptum Evrópuríkja og Bandaríkjanna við Rússland nú og á kaldastríðsárunum. „Vesturlönd þurfa að sýna árvekni, þolinmæði, og við þurfum að skilja hvernig Putin mýkir lönd eins og Danmörk og Finnland. Það er í raun undanfari breyttra samskipta við Rússland,” segir Kennedy-Pipe. Evrópuríki og Bandaríkin hafi ekki nálgast Rússland með réttum hætti á undanförnum árum og samskipti Breta og Rússa hafi verið einstaklega erfið eftir tilræðið við Sergei og Juliu Skripal. „Vesturlönd hafa ögrað Rússum með því að setja upp varnarskjöld gegn kjarnavopnum og með því að styrkja Eistland hernaðarlega. Það er skiljanlegt viðhorf af hálfu smáríkis, en við höfum einmitt rætt um það hér. Spurning mín í morgun var hvort það væri viturlegt,” segir Kennedy-Pipe. „Tengsl okkar við Rússa hafa ætíð þurft að vera ólík samskiptum við aðra, hvort sem það var í valdatíð Stalíns eða Brésnefs. Við urðum fyrir vonbrigðum á tíunda áratugnum þegar við vonuðumst eftir að ný forysta kæmi fram,” segir Kennedy-Pipe. Hægt sé að læra mikið af samskiptum Finnlands og Noregs við Rússland sem hafi náin samskipti við stjórnvöld bæði í Washington og Moskvu. „En Putin er auðvitað málsvari meginhagsmunahóps, ólígarkanna og Rússland breytist óðfluga. Við þurfum því að hugsa til framtíðar, ekki bara næstu fimm ára. En Pútín er ótukt og hann veit vel, einkum í Evrópu eftir Brexit, að þá verða næg tækifæri til að hafa áhrif,” segir Caroline Kennedy-Pipe. Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Breskur sérfræðingur í alþjóðasamskiptum segir Vesturlönd verða að læra að eiga í samskiptum við stjórn Putins í Rússlandi. Á kaldastríðsárunum hafi Vesturlönd lært að umgangast Rússland með þolinmæði og áræðni en undanfarin ár hafi ögranir verið á báða bóga. Hópur íslenskra og erlendra fræðimanna flutti erindi á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar í Norræna húsinu í dag um stöðu smáríkja og þá alveg sérstaklega stöðu smáríkja gagnvart Rússlandi. Caroline Kennedy-Pipe, prófessor við Loughborough háskóla í Bretlandi, segir mikinn mun á samskiptum Evrópuríkja og Bandaríkjanna við Rússland nú og á kaldastríðsárunum. „Vesturlönd þurfa að sýna árvekni, þolinmæði, og við þurfum að skilja hvernig Putin mýkir lönd eins og Danmörk og Finnland. Það er í raun undanfari breyttra samskipta við Rússland,” segir Kennedy-Pipe. Evrópuríki og Bandaríkin hafi ekki nálgast Rússland með réttum hætti á undanförnum árum og samskipti Breta og Rússa hafi verið einstaklega erfið eftir tilræðið við Sergei og Juliu Skripal. „Vesturlönd hafa ögrað Rússum með því að setja upp varnarskjöld gegn kjarnavopnum og með því að styrkja Eistland hernaðarlega. Það er skiljanlegt viðhorf af hálfu smáríkis, en við höfum einmitt rætt um það hér. Spurning mín í morgun var hvort það væri viturlegt,” segir Kennedy-Pipe. „Tengsl okkar við Rússa hafa ætíð þurft að vera ólík samskiptum við aðra, hvort sem það var í valdatíð Stalíns eða Brésnefs. Við urðum fyrir vonbrigðum á tíunda áratugnum þegar við vonuðumst eftir að ný forysta kæmi fram,” segir Kennedy-Pipe. Hægt sé að læra mikið af samskiptum Finnlands og Noregs við Rússland sem hafi náin samskipti við stjórnvöld bæði í Washington og Moskvu. „En Putin er auðvitað málsvari meginhagsmunahóps, ólígarkanna og Rússland breytist óðfluga. Við þurfum því að hugsa til framtíðar, ekki bara næstu fimm ára. En Pútín er ótukt og hann veit vel, einkum í Evrópu eftir Brexit, að þá verða næg tækifæri til að hafa áhrif,” segir Caroline Kennedy-Pipe.
Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira