Vesturlönd verða að beita þolinmæði og áræðni í samskiptum við Putin Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2018 21:00 Breskur sérfræðingur í alþjóðasamskiptum segir Vesturlönd verða að læra að eiga í samskiptum við stjórn Putins í Rússlandi. Á kaldastríðsárunum hafi Vesturlönd lært að umgangast Rússland með þolinmæði og áræðni en undanfarin ár hafi ögranir verið á báða bóga. Hópur íslenskra og erlendra fræðimanna flutti erindi á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar í Norræna húsinu í dag um stöðu smáríkja og þá alveg sérstaklega stöðu smáríkja gagnvart Rússlandi. Caroline Kennedy-Pipe, prófessor við Loughborough háskóla í Bretlandi, segir mikinn mun á samskiptum Evrópuríkja og Bandaríkjanna við Rússland nú og á kaldastríðsárunum. „Vesturlönd þurfa að sýna árvekni, þolinmæði, og við þurfum að skilja hvernig Putin mýkir lönd eins og Danmörk og Finnland. Það er í raun undanfari breyttra samskipta við Rússland,” segir Kennedy-Pipe. Evrópuríki og Bandaríkin hafi ekki nálgast Rússland með réttum hætti á undanförnum árum og samskipti Breta og Rússa hafi verið einstaklega erfið eftir tilræðið við Sergei og Juliu Skripal. „Vesturlönd hafa ögrað Rússum með því að setja upp varnarskjöld gegn kjarnavopnum og með því að styrkja Eistland hernaðarlega. Það er skiljanlegt viðhorf af hálfu smáríkis, en við höfum einmitt rætt um það hér. Spurning mín í morgun var hvort það væri viturlegt,” segir Kennedy-Pipe. „Tengsl okkar við Rússa hafa ætíð þurft að vera ólík samskiptum við aðra, hvort sem það var í valdatíð Stalíns eða Brésnefs. Við urðum fyrir vonbrigðum á tíunda áratugnum þegar við vonuðumst eftir að ný forysta kæmi fram,” segir Kennedy-Pipe. Hægt sé að læra mikið af samskiptum Finnlands og Noregs við Rússland sem hafi náin samskipti við stjórnvöld bæði í Washington og Moskvu. „En Putin er auðvitað málsvari meginhagsmunahóps, ólígarkanna og Rússland breytist óðfluga. Við þurfum því að hugsa til framtíðar, ekki bara næstu fimm ára. En Pútín er ótukt og hann veit vel, einkum í Evrópu eftir Brexit, að þá verða næg tækifæri til að hafa áhrif,” segir Caroline Kennedy-Pipe. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Breskur sérfræðingur í alþjóðasamskiptum segir Vesturlönd verða að læra að eiga í samskiptum við stjórn Putins í Rússlandi. Á kaldastríðsárunum hafi Vesturlönd lært að umgangast Rússland með þolinmæði og áræðni en undanfarin ár hafi ögranir verið á báða bóga. Hópur íslenskra og erlendra fræðimanna flutti erindi á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar í Norræna húsinu í dag um stöðu smáríkja og þá alveg sérstaklega stöðu smáríkja gagnvart Rússlandi. Caroline Kennedy-Pipe, prófessor við Loughborough háskóla í Bretlandi, segir mikinn mun á samskiptum Evrópuríkja og Bandaríkjanna við Rússland nú og á kaldastríðsárunum. „Vesturlönd þurfa að sýna árvekni, þolinmæði, og við þurfum að skilja hvernig Putin mýkir lönd eins og Danmörk og Finnland. Það er í raun undanfari breyttra samskipta við Rússland,” segir Kennedy-Pipe. Evrópuríki og Bandaríkin hafi ekki nálgast Rússland með réttum hætti á undanförnum árum og samskipti Breta og Rússa hafi verið einstaklega erfið eftir tilræðið við Sergei og Juliu Skripal. „Vesturlönd hafa ögrað Rússum með því að setja upp varnarskjöld gegn kjarnavopnum og með því að styrkja Eistland hernaðarlega. Það er skiljanlegt viðhorf af hálfu smáríkis, en við höfum einmitt rætt um það hér. Spurning mín í morgun var hvort það væri viturlegt,” segir Kennedy-Pipe. „Tengsl okkar við Rússa hafa ætíð þurft að vera ólík samskiptum við aðra, hvort sem það var í valdatíð Stalíns eða Brésnefs. Við urðum fyrir vonbrigðum á tíunda áratugnum þegar við vonuðumst eftir að ný forysta kæmi fram,” segir Kennedy-Pipe. Hægt sé að læra mikið af samskiptum Finnlands og Noregs við Rússland sem hafi náin samskipti við stjórnvöld bæði í Washington og Moskvu. „En Putin er auðvitað málsvari meginhagsmunahóps, ólígarkanna og Rússland breytist óðfluga. Við þurfum því að hugsa til framtíðar, ekki bara næstu fimm ára. En Pútín er ótukt og hann veit vel, einkum í Evrópu eftir Brexit, að þá verða næg tækifæri til að hafa áhrif,” segir Caroline Kennedy-Pipe.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira