Davíð Smári sýknaður Birgir Olgeirsson skrifar 5. júní 2018 17:07 Davíð Smári Lamude í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Davíð Smára Lamude af ákæru um sérlega hættulega líkamsárás. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að vinnubrögð lögreglu og ákæruvaldsins í þessu máli hafi verið ámælisverð. Annars vegar var mikill dráttur á málinu og þá fór engin rannsókn fram á vettvangi. Davíð Smári var ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás við Flókagötu, skammt frá Kjarvalsstöðum, gegn manni sem braust inn í bíl hans í nóvember árið 2015. Davíð Smári neitaði sök og sagðist hafa verið að endurheimta muni sem þjófurinn hafði úr bílnum.Var staddur í miðjum flutningum Davíð Smári lýsti því fyrir dómi hvernig hann var staddur í miðjum flutningum ásamt fjölskyldu og vinum þegar hann varð þess var að verið var að brjótast inn í bíl hans. Hann hljóp á eftir þjófnum en missti sjónar af honum.Sjá einnig: Dómari gerði alvarlegar athugasemdir við mál saksóknara gegn Davíð Smára Hann gerði lögreglu viðvart sem mætti heim til hans og tók af honum skýrslu. Davíð gekk með lögreglu að bílnum sínum þar sem ummerki eftir þjófinn voru skoðuð og sagði Davíð lögregluna hafa hafið leit að þjófnum. Davíð fór ásamt vini sínum að leita að munum sem þjófurinn hafði tekið úr bílnum hans. Við leitina kemur Davíð auga á þjófinn í runna við Kjarvalsstaði á Klambratúni. Lögreglunni var gert viðvart en svo fór að Davíð og þjófurinn tókust á um hækju sem fannst á blóðug á vettvangi þegar lögreglu bar að. Svo fór að þjófurinn var handtekinn grunaður um innbrot og Davíð var handtekinn grunaður um líkamsárás gegn þjófnum.Engin rannsókn fór fram Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að engin rannsókn fór fram á hækjunni sem fannst á vettvangi. Því fékkst ekki úr því skorið hver átti blóðið sem var á hækjunni og var ekki kannað hvort fingraför væru á henni. Dómari málsins, Guðjón St. Marteinsson, segir í niðurstöðu sinni að rannsókn hefði geta varpað ljósi á það hvort að þjófurinn hefði verið með hækjuna þegar Davíð og hann mættust og hvort hann hefði þá verið laminn í höfuðið með hækjunni eins og greindi frá í ákærunni.Vitnisburður nokkuð breytilegur Vitnisburður þjófsins í þessu máli var nokkuð breytilegur og kom fram við aðalmeðferð að hann hefði breytt framburði sínum fimm sinnum. Í niðurstöðunni er tekið fram að hann hafi ávallt borið því við að Davíð hefði barið hann með hækjunni en í bótakröfu sagði hann tvo menn hafa lamið sig. Sagðist þjófurinn hafa verið mjög ölvaður á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. Á meðal áverka sem þjófurinn átti að hafa hlotið var skurður á höfði en í niðurstöðu dómsins kemur fram að ekki sé hægt að útiloka að hann hafi skorist á höfði þegar hann stakk sér inn í runna auk þess sem hann kvaðst hafa runnið til á flótta. Var vitnað í álit sérfræðilæknis sem útilokaði ekki að þjófurinn hefði geta skorist á höfði við að stinga sér inn í runnann eða þegar hann rann til á flótta. Þá þótti vitnisburður vinar Davíðs Smára renna stoðum undir neitun Davíðs. Allur sakarkostnaður í þessu máli greiðist úr ríkissjóði. Tengdar fréttir Dómari gerði alvarlegar athugasemdir við mál saksóknara gegn Davíð Smára Davíð Smári ákærður eftir að hafa tekist á við mann sem braust inn bíl hans. 26. apríl 2018 10:30 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Davíð Smára Lamude af ákæru um sérlega hættulega líkamsárás. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að vinnubrögð lögreglu og ákæruvaldsins í þessu máli hafi verið ámælisverð. Annars vegar var mikill dráttur á málinu og þá fór engin rannsókn fram á vettvangi. Davíð Smári var ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás við Flókagötu, skammt frá Kjarvalsstöðum, gegn manni sem braust inn í bíl hans í nóvember árið 2015. Davíð Smári neitaði sök og sagðist hafa verið að endurheimta muni sem þjófurinn hafði úr bílnum.Var staddur í miðjum flutningum Davíð Smári lýsti því fyrir dómi hvernig hann var staddur í miðjum flutningum ásamt fjölskyldu og vinum þegar hann varð þess var að verið var að brjótast inn í bíl hans. Hann hljóp á eftir þjófnum en missti sjónar af honum.Sjá einnig: Dómari gerði alvarlegar athugasemdir við mál saksóknara gegn Davíð Smára Hann gerði lögreglu viðvart sem mætti heim til hans og tók af honum skýrslu. Davíð gekk með lögreglu að bílnum sínum þar sem ummerki eftir þjófinn voru skoðuð og sagði Davíð lögregluna hafa hafið leit að þjófnum. Davíð fór ásamt vini sínum að leita að munum sem þjófurinn hafði tekið úr bílnum hans. Við leitina kemur Davíð auga á þjófinn í runna við Kjarvalsstaði á Klambratúni. Lögreglunni var gert viðvart en svo fór að Davíð og þjófurinn tókust á um hækju sem fannst á blóðug á vettvangi þegar lögreglu bar að. Svo fór að þjófurinn var handtekinn grunaður um innbrot og Davíð var handtekinn grunaður um líkamsárás gegn þjófnum.Engin rannsókn fór fram Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að engin rannsókn fór fram á hækjunni sem fannst á vettvangi. Því fékkst ekki úr því skorið hver átti blóðið sem var á hækjunni og var ekki kannað hvort fingraför væru á henni. Dómari málsins, Guðjón St. Marteinsson, segir í niðurstöðu sinni að rannsókn hefði geta varpað ljósi á það hvort að þjófurinn hefði verið með hækjuna þegar Davíð og hann mættust og hvort hann hefði þá verið laminn í höfuðið með hækjunni eins og greindi frá í ákærunni.Vitnisburður nokkuð breytilegur Vitnisburður þjófsins í þessu máli var nokkuð breytilegur og kom fram við aðalmeðferð að hann hefði breytt framburði sínum fimm sinnum. Í niðurstöðunni er tekið fram að hann hafi ávallt borið því við að Davíð hefði barið hann með hækjunni en í bótakröfu sagði hann tvo menn hafa lamið sig. Sagðist þjófurinn hafa verið mjög ölvaður á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. Á meðal áverka sem þjófurinn átti að hafa hlotið var skurður á höfði en í niðurstöðu dómsins kemur fram að ekki sé hægt að útiloka að hann hafi skorist á höfði þegar hann stakk sér inn í runna auk þess sem hann kvaðst hafa runnið til á flótta. Var vitnað í álit sérfræðilæknis sem útilokaði ekki að þjófurinn hefði geta skorist á höfði við að stinga sér inn í runnann eða þegar hann rann til á flótta. Þá þótti vitnisburður vinar Davíðs Smára renna stoðum undir neitun Davíðs. Allur sakarkostnaður í þessu máli greiðist úr ríkissjóði.
Tengdar fréttir Dómari gerði alvarlegar athugasemdir við mál saksóknara gegn Davíð Smára Davíð Smári ákærður eftir að hafa tekist á við mann sem braust inn bíl hans. 26. apríl 2018 10:30 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Dómari gerði alvarlegar athugasemdir við mál saksóknara gegn Davíð Smára Davíð Smári ákærður eftir að hafa tekist á við mann sem braust inn bíl hans. 26. apríl 2018 10:30