Ákall frá landsbyggðinni Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 31. maí 2018 12:00 Ár eftir ár er slegið met í skráningartölum nýnema við Háskólann á Akureyri. Þetta telst ekki fréttnæmt í dag. Metið sem nú verður slegið mætti sennilega kalla heimsmet. Tölurnar hafa þó ekki verið gerðar opinberar því skráningarfrestur er ekki liðinn. Þessar fregnir má kalla góðar en raunveruleikinn sem blasir við skólanum er það ekki. Háskólinn getur ekki starfað með þeim hætti sem hann gerir í dag ef aðsóknarmet verður slegið enn á ný. Það er áríðandi að stjórnvöld grípi strax til aðgerða, svo ekki stefni í óefni.Skertar fjárveitingar Háskólinn á Akureyri hefur til margra ára skilað góðum ársreikningum, skólanum hefur verið stjórnað af mikilli ráðdeild og hafa starfsmenn skólans gjarnan tekið á sig mestan skellinn. Það gengur ekki lengur, starfsmenn skólans eiga ekki að þurfa að hlaupa stanslaust eftir bunkanum. Þeir sem sinna kennslu hafa einnig skyldu að gegna til rannsókna. Það er kominn tími til að slaka verulega á sultarólinni sem þrengt hefur að skólanum undanfarin ár. Ráðamenn vita af stöðunni sem uppi er en engin eru úrræðin, enn sem komið er. Því stendur skólinn frammi fyrir því að þurfa að takmarka aðgengi að námi. Stúdentar hafa lengi talað fyrir auknu fjármagni til háskólanna en rektorar hafa ekki rekið „vælukór“ til að þreyta landann, líkt og aðrir forstöðumenn ríkisstofnana gera. Takmarkað aðgengi að námi við Háskólann á Akureyri er grafalvarlegt mál fyrir íbúa á landsbyggðinni. Skólinn hefur mikla sérstöðu þegar kemur að sveigjanlegu námi, og sífellt fleiri velja að hefja nám við HA. Verði raunin sú að Háskólinn þurfi að takmarka fjölda nýnema er vart hægt að tala um jafnrétti til náms.Góð fyrirheit Í núgildandi stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er fjallað um jafnt aðgengi landsmanna að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum um land allt. Þá er sérstaklega fjallað um sérstaka hvata til þess að fólk velji að setjast að í dreifðum byggðum, meðal annars í gegnum námslánakerfið. Það er ekki vafamál að Háskólinn á Akureyri hefur þekkingu, reynslu og breitt námsframboð í sveigjanlegu námi sem falla að þessum markmiðum. Það er mikilvægt að hækka menntunarstig íbúa á landsbyggðinni, svo samkeppnishæfi sveitarfélaga á landsvísu vaxi. Á sama tíma leitast Háskólinn á Akureyri við að auka námsframboð sem tekur mið af þörfum atvinnulífsins.Mikilvægi Háskólans á Akureyri Hlutverk Háskólans á Akureyri er að auka vísindalega þekkingu í nútímasamfélagi og leitast hann því við það að vera virkur þáttakandi í samfélagslegri umræðu hverju sinni. Háskólinn hefur samfélagslega ábyrgð, meðal annars hefur hann fjölgað hjúkrunarfræðinemum sem fara í gegnum samkeppnispróf því ljóst er að ekki er nægileg nýliðun í greininni. Þá ætlar háskólinn að styðja við Sjúkrahúsið á Akureyri sem setti sér það markmið að verða háskólasjúkrahús. Sóknarfærin eru mörg, en í stöðugum eltingarleik við ríkið um aukið fjármagn þá renna tækifærin út í sandinn. Treystum landsbyggðarskólanum til þess að standa straum af aukinni aðsókn. Kæru fjárveitingarhafar, aukið fjárheimildir til skólans svo að hægt sé að fjölga í starfsliði hans til að sinna kennslu og rannsóknum. Hlustið á ákallið! Höfundur hefur nýlega lokið fjögurra ára setu í háskólaráði fyrir hönd stúdenta og verður brautskráð frá háskólanum þann 8. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ár eftir ár er slegið met í skráningartölum nýnema við Háskólann á Akureyri. Þetta telst ekki fréttnæmt í dag. Metið sem nú verður slegið mætti sennilega kalla heimsmet. Tölurnar hafa þó ekki verið gerðar opinberar því skráningarfrestur er ekki liðinn. Þessar fregnir má kalla góðar en raunveruleikinn sem blasir við skólanum er það ekki. Háskólinn getur ekki starfað með þeim hætti sem hann gerir í dag ef aðsóknarmet verður slegið enn á ný. Það er áríðandi að stjórnvöld grípi strax til aðgerða, svo ekki stefni í óefni.Skertar fjárveitingar Háskólinn á Akureyri hefur til margra ára skilað góðum ársreikningum, skólanum hefur verið stjórnað af mikilli ráðdeild og hafa starfsmenn skólans gjarnan tekið á sig mestan skellinn. Það gengur ekki lengur, starfsmenn skólans eiga ekki að þurfa að hlaupa stanslaust eftir bunkanum. Þeir sem sinna kennslu hafa einnig skyldu að gegna til rannsókna. Það er kominn tími til að slaka verulega á sultarólinni sem þrengt hefur að skólanum undanfarin ár. Ráðamenn vita af stöðunni sem uppi er en engin eru úrræðin, enn sem komið er. Því stendur skólinn frammi fyrir því að þurfa að takmarka aðgengi að námi. Stúdentar hafa lengi talað fyrir auknu fjármagni til háskólanna en rektorar hafa ekki rekið „vælukór“ til að þreyta landann, líkt og aðrir forstöðumenn ríkisstofnana gera. Takmarkað aðgengi að námi við Háskólann á Akureyri er grafalvarlegt mál fyrir íbúa á landsbyggðinni. Skólinn hefur mikla sérstöðu þegar kemur að sveigjanlegu námi, og sífellt fleiri velja að hefja nám við HA. Verði raunin sú að Háskólinn þurfi að takmarka fjölda nýnema er vart hægt að tala um jafnrétti til náms.Góð fyrirheit Í núgildandi stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er fjallað um jafnt aðgengi landsmanna að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum um land allt. Þá er sérstaklega fjallað um sérstaka hvata til þess að fólk velji að setjast að í dreifðum byggðum, meðal annars í gegnum námslánakerfið. Það er ekki vafamál að Háskólinn á Akureyri hefur þekkingu, reynslu og breitt námsframboð í sveigjanlegu námi sem falla að þessum markmiðum. Það er mikilvægt að hækka menntunarstig íbúa á landsbyggðinni, svo samkeppnishæfi sveitarfélaga á landsvísu vaxi. Á sama tíma leitast Háskólinn á Akureyri við að auka námsframboð sem tekur mið af þörfum atvinnulífsins.Mikilvægi Háskólans á Akureyri Hlutverk Háskólans á Akureyri er að auka vísindalega þekkingu í nútímasamfélagi og leitast hann því við það að vera virkur þáttakandi í samfélagslegri umræðu hverju sinni. Háskólinn hefur samfélagslega ábyrgð, meðal annars hefur hann fjölgað hjúkrunarfræðinemum sem fara í gegnum samkeppnispróf því ljóst er að ekki er nægileg nýliðun í greininni. Þá ætlar háskólinn að styðja við Sjúkrahúsið á Akureyri sem setti sér það markmið að verða háskólasjúkrahús. Sóknarfærin eru mörg, en í stöðugum eltingarleik við ríkið um aukið fjármagn þá renna tækifærin út í sandinn. Treystum landsbyggðarskólanum til þess að standa straum af aukinni aðsókn. Kæru fjárveitingarhafar, aukið fjárheimildir til skólans svo að hægt sé að fjölga í starfsliði hans til að sinna kennslu og rannsóknum. Hlustið á ákallið! Höfundur hefur nýlega lokið fjögurra ára setu í háskólaráði fyrir hönd stúdenta og verður brautskráð frá háskólanum þann 8. júní.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun