Erlent

Simbabve vill aftur í Breska samveldið

Andri Eysteinsson skrifar
Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve, hefur boðað til kosninga í júlí.
Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve, hefur boðað til kosninga í júlí. Vísir/EPA
Forseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa hefur formlega sótt um inngöngu Simbabve í breska samveldið að nýju. Simbabve, þá undir stjórn Roberts Mugabe sagði sig úr sambandinu árið 2003 eftir gagnrýni á stjórn landsins. Einnig hefur Mnangagwa boðað til kosninga í júlí, frá þessu greinir Reuters.

Aðalritari Breska samveldisins, Patricia Scotland, sagði í yfirlýsingu að ef af inngöngunni verður væri endurkoma Simbabve mikið gleðiefni fyrir samveldið.  Einnig sagði hún að rétt framkvæmd kosninganna skipti máli fyrir inngöngu afríkuríkisins.

Mnangagwa er sagður ætla að ákveða kjördag fyrir mánaðarlok en kosið verður bæði til þings og til forseta.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×