NASA rennir hýru auga til Íslands Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. maí 2018 12:22 Landslag og jarðfræði Íslands gerir landið ákjósanlegt til rannsókna á aðstæðum á tunglinu og Mars Vísir/Getty Bandaríska geimferðarstofnunin NASA hefur áhuga á að koma á samstarfi við Íslendinga vegna rannsókna á tunglinu og Mars. Rektor Háskólans í Reykjavík, sem sjálfur starfaði fyrir NASA í áratug, segir að framtíð samstarfsins sé björt. Vísindamenn frá NASA eru á Íslandi um þessar mundir til að kanna aðstæður til rannsókna og prófana á tækni og tækjum fyrir ferðir til Mars og annarra geimferða. Fyrirlestur þeirra í Háskólanum í Reykjavík í dag vakti nokkra athygli og Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans hitti þar gamla kollega. „Hópurinn sem er í heimsókn á Íslandi í dag, og var að tala í Háskólanum í Reykjavík í morgun, er að vinna að verkefnum sem tengjast könnun sólkerfisins,“ segir Ari. „Þá sérstaklega Mars og tunglsins. Stóra spurningin á bakvið vinnu þeirra er hvernig Mars hefur þróast og þá sérstaklega hvort líf geti hafa verið þar eða sé jafnvel enn í dag. Ástæðan fyrir að þau koma til Íslands er að það eru hlutir í landslagi og jarðfræði Íslands sem svipar til aðstæðna á tunglinu og Mars. NASA hefur komið nokkrum sinnum til Íslands. Það er kannski best þekkt þegar Apollo geimfararnir komu hingað á sjöunda áratugnum og voru þá í þjálfun fyrir veru sína á tunglinu. Þá var áherslan á að vera í svipuðu landslagi og á tunglinu, það fannst við Öskju. NASA hefur komið nokkrum síðan, nokkrum sinnum á síðustu árum. Bæði í tengslum við könnun sólkerfisins en ekki síður í tengslum við rannsóknir þeirra á jörðinni. Ég held að framtíð þessa samstarfs sé mjög björt. Það er einlægur vilji þeirra að koma á samstarfi á Íslandi og vinna meira á Íslandi á næstu árum. Við erum boðin og búin og vinnum að því með þeim, í Háskólanum í Reykjavík og fleiri stöðum, að láta það verða að veruleika. Þessi hópur frá NASA er sömuleiðis að vinna að því sín megin að gera þetta kleift til næstu ára. Ferðin núna er bæði til að afla upplýsinga og leggja grunninn að þessu samstarfi til næstu ára sem er mjög spennandi." Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Bandaríska geimferðarstofnunin NASA hefur áhuga á að koma á samstarfi við Íslendinga vegna rannsókna á tunglinu og Mars. Rektor Háskólans í Reykjavík, sem sjálfur starfaði fyrir NASA í áratug, segir að framtíð samstarfsins sé björt. Vísindamenn frá NASA eru á Íslandi um þessar mundir til að kanna aðstæður til rannsókna og prófana á tækni og tækjum fyrir ferðir til Mars og annarra geimferða. Fyrirlestur þeirra í Háskólanum í Reykjavík í dag vakti nokkra athygli og Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans hitti þar gamla kollega. „Hópurinn sem er í heimsókn á Íslandi í dag, og var að tala í Háskólanum í Reykjavík í morgun, er að vinna að verkefnum sem tengjast könnun sólkerfisins,“ segir Ari. „Þá sérstaklega Mars og tunglsins. Stóra spurningin á bakvið vinnu þeirra er hvernig Mars hefur þróast og þá sérstaklega hvort líf geti hafa verið þar eða sé jafnvel enn í dag. Ástæðan fyrir að þau koma til Íslands er að það eru hlutir í landslagi og jarðfræði Íslands sem svipar til aðstæðna á tunglinu og Mars. NASA hefur komið nokkrum sinnum til Íslands. Það er kannski best þekkt þegar Apollo geimfararnir komu hingað á sjöunda áratugnum og voru þá í þjálfun fyrir veru sína á tunglinu. Þá var áherslan á að vera í svipuðu landslagi og á tunglinu, það fannst við Öskju. NASA hefur komið nokkrum síðan, nokkrum sinnum á síðustu árum. Bæði í tengslum við könnun sólkerfisins en ekki síður í tengslum við rannsóknir þeirra á jörðinni. Ég held að framtíð þessa samstarfs sé mjög björt. Það er einlægur vilji þeirra að koma á samstarfi á Íslandi og vinna meira á Íslandi á næstu árum. Við erum boðin og búin og vinnum að því með þeim, í Háskólanum í Reykjavík og fleiri stöðum, að láta það verða að veruleika. Þessi hópur frá NASA er sömuleiðis að vinna að því sín megin að gera þetta kleift til næstu ára. Ferðin núna er bæði til að afla upplýsinga og leggja grunninn að þessu samstarfi til næstu ára sem er mjög spennandi."
Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira